Barnagæsla

Aukin þjónusta

Hjá World Class leggjum við okkur fram við að vera fyrir alla. Við vitum hversu marga bolta fjölskyldur þurfa að halda á lofti og bjóðum við því upp á barnagæslu á nokkrum af stöðvunum okkar. Hægt er að kaupa stakt skipti eða 15 og 30 skipta kort í afgreiðslu. Hægt er að sjá opnunartíma undir hverri stöð.

Reglur barnagæslu

  • Hvert stakt skipti kostar 420 kr og hægt er að kaupa 15 og 30 skipta kort í afgreiðslu. Barnagæsla er í öllum tilfellum greidd fyrirfram í afgreiðslu nema um gilt barnagæslukort sé að ræða (þá er merkt við í gæslunni sjálfri).

    Hámarkstími fyrir hvert barn er 1,5 klukkustund.

Barnahorn

Barnahorn eru á stöðvunum okkar í Vatnsmýri, Mosfellsbæ, Ögurhvarfi og við Strandgötu Akureyri.

Barnahornin eru fullkomin fyrir börn sem geta leikið sér án eftirlits. Boðið upp á leikföng og sjónvarp svo börnin geta dundað sér á meðan foreldrar skreppa í sín leiktæki. Opnunartími barnahorns er svo sami og á stöð.

Reglur barnarhorns

  • Aðgangur að barnahorni er meðlimum World Class í boði þeim að kostnaðarlausu.

Krílin með í tíma

Við bjóðum upp á fjölda námskeiða og tíma sem eru ætlaðir verðandi eða nýbökuðum mæðrum þar sem börnin eru velkomin með.

Bjóðum við upp á WorldFit Mömmur og þess á milli eru reglulega að hefjast námskeið þar sem börnin eru velkomin með.