Saga World Class
World Class var stofnað í júlí árið 1985 og er fyrirtækið því yfir 30 ára. Fyrirtækið var stofnað af Birni Kr. Leifssyni og fjölskyldu.
Starfsemin byrjaði í Skeifunni 3c í litlu húsnæði, þremur árum síðar fluttist starfsemin í Skeifuna 19 og þá var stærðin nánast tvöfölduð í fermetrum talið. Árið 1995 flutti fyrirtækið í eigin húsnæði í Fellsmúla þar sem aðstaðan var orðin 1.760 m2 og voru höfuðstöðvar fyrirtækisins starfræktar þar þangað til 2004 er þær fluttust í Laugar að Sundlaugavegi 30a.
- Þjónusta
- Samstarf
- Þekking
Glæsileg stöð á Akureyri
Árið 1998 var húsnæði keypt af kvennadeild Slysavarnarfélags Akureyrar við Strandgötu og opnuð þar glæsilega stöð sem var síðan seld árið 2006. Árið 2000 var opnuð glæsileg stöð í Austurstræti 16 og árið 2001 var fjórða stöðin opnuð í Spönginni í Grafarvogi. Árið 2004 var starfsstöðinni í Austurstræti lokað og ný opnuð í húsi Orkuveitunnar að Bæjarhálsi.
World Class stækkar
Í desember 2007 og janúar 2008 voru opnaðar 4 stórglæsilegar World Class stöðvar, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Turninum Kópavogi. Haustið 2010 voru tvær stöðvar opnaðar, Ögurhvarfi í Kópavogi og í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni og um áramótin var stöðin í Spönginni flutt í Egilshöll. 2012 var svo opnuð stöð í húsnæði Háskólans í Reykjavík.
Þann 2. janúar 2016 opnaði svo World Class á Selfossi, 1.júlí Árbæjarþrek og í október sama ár var World Class í Turninum í Kópavogi færð í glæsilega stöð í Smáralind einnig var World Class Breiðholti opnað í stórglæsilegri nýbyggingu við Breiðholtslaug. Í janúar 2018 keypti World Class stöðvar Átaks á Akureyri, við Strandgötu og Skólastíg ári seinna 26. janúar 2019 var opnuð stórglæsileg 2400 fermetra stöð að Tjarnarvöllum 7.
Þann 1. ágúst 2020 opnaði World Class stöð í sama húsnæði og sundlaugin á Hellu og á haustmánuðum 2020 opnaði glæsileg stöð í Vatnsmýri. Í apríl 2021 opnaði svo enn ein glæsileg stöð inni í Kringlunni og var stöðin í gamla Morgunblaðshúsinu tekin alfarið undir WorldFit. Eru stöðvarnar þá orðnar 18 talsins og aðgangur að 8 sundlaugum, Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Akureyrar, Sundlaug Hellu og Sundhöll Selfoss.
VIÐ STEFNUM AÐ EFTIRFARANDI MARKMIÐUM
- Vera í forystuhlutverki í rekstri og þróun líkamsræktarstöðva
- Veita framúrskarandi og faglega þjónustu
- Hafa yfir að ráða hæfu og metnaðarfullu starfsfólki
- Skila arðbærum rekstri
- Efla tengingu okkar við heilbrigðis- og menntakerfið
Jafnlaunastefna
Laugar ehf hefur innleitt jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun sem nær til alls starfsfólks með jafnlaunastefnu þessa sem grunn. Tilgangur með jafnlaunakerfi er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynja innan Laugar ehf með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.
Jafnréttisáætlun þessi minnir stjórnendur og allt starfsfólk á mikilvægi þess að öll séu jöfn og að meta eigi þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og hæfni einstaklinga án tillits til kyns.
Jafnlaunastefna World Class er að fylgja kjarasamningum.
Mikilvægt er að fylgja meginreglunni um að öll njóti sömu tækifæra:
- kjör eru ákveðin með sama hætti fyrir sömu, sambærileg eða jafn verðmæt störf
- starfsfólk hefur sömu tækifæri til menntunar/endurmenntunar/símenntunar/námskeiða
- öllum kynjum stendur til boða að sækja um störf hjá okkur
- við finnum leiðir til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf
- við líðum ekki ofbeldi; hér undir fellur meðal annars kynbundið/kynferðislegt ofbeldi/áreitni
Jafnlaunakerfið er undir stöðugum umbótum og eftirliti. Komi upp frábrigði er brugðist við þeim.
Í jafnlaunakerfinu eru sett fram jafnlaunamarkmið og þau rýnd og endurskoðuð samkvæmt verklagsreglum þar að lútandi.
Jafnlaunakerfið er skjalfest á innra neti World Class.
Jafnlaunastefnan er aðgengileg öllu starfsfólki á innra neti World Class. Stefnan verður kynnt fyrir starfsfólki 19.júní 2023. Í lok ágúst verður send út könnun hvort starfsfólk hafi kynnt sér jafnlaunastefnuna og hvar hana sé að finna.
Jafnlaunastefnan er aðgengileg almenningi á heimasíðu World Class.
Ertu með ábendingu? Sendu okkur línu á worldclass@worldclass.is
Starfsfólk
STARFSFÓLK
Starfsfólk World Class er á öllum aldri með víðtæka þekkingu og fjölbreyttan bakgrunn. Starfsfólk leitast við að veita frábæra þjónustu hvar og hvenær sem er. Gætt er fyllsta öryggis í aðbúnaði og kennslu. Kennarar og þjálfarar leitast við að tileinka sér nýjustu strauma og stefnur í heilsueflingu og fjölbreyttur bakgrunnur þeirra gefur öllum tækifæri á að fá þjálfun við hæfi. Gildi World Class; þekking, þjónusta og samvinna endurspegla þann mannauð sem starfar í öllum 18 starfsstöðvunum.
Aðalbjörg Guðjónsdóttir
Bókhald / Launafulltrúi
adalbjorg@worldclass.is
Árný Helga Þórsdóttir
Kortamál og umsjón frístundakorta ÍTR
arny@worldclass.is
Björn Leifsson
Framkvæmdastjóri
bjorn@worldclass.is
Bryndís Inga Árnadóttir
Bókari
bryndis@worldclass.is
Gísli Guðmundsson
Rekstrarstjóri Laugar Cafe / Hópabókanir
gisli@worldclass.is
Hafdís Jónsdóttir
Framkvæmdastjóri Laugar Spa
disa@worldclass.is
Heiðrún Guðmundsdóttir
Markaðsstjóri
heidrun@worldclass.is
Kjartan Oddason
Vefstjóri / Grafískur hönnuður
kjartan@worldclass.is
Linda Björk Hölludóttir
Stöðvarstjóri Smáralind og Ögurhvarf
linda@worldclass.is
Sigurður Júlíus Leifsson
Rekstrarstjóri húseigna
siggi@worldclass.is
Svava Björk Hölludóttir
Fjármálastjóri
svava@worldclass.is
Sylvía Arnfjörð
Starfsmannastjóri
sylvia@worldclass.is
Verklag við uppljóstrun starfsfólks um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi
Starfsfólki Laugar ehf. er heimilt að greina frá upplýsingum eða miðla gögnum í góðri trú um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi fyrirtækisins til aðila innan þess sem stuðlað getur að því að látið verði af eða brugðist við hinni ólögmætu eða ámælisverðu háttsemi eða til lögregluyfirvalda eða annarra opinberra eftirlitsaðila sem við eiga, t.d. umboðsmanns Alþingis, ríkisendurskoðanda og Vinnueftirlitsins.
Miðlun getur verið til næsta yfirmanns starfsmanns eða trúnaðarmanna fyrirtækisins. Trúnaðarmenn og/eða yfirmenn, fjalla um tiltekið mál og gera viðeigandi ráðstafanir. Móttakanda upplýsinganna eða gagnanna er skylt að stuðla að því að látið verði af hinni ólögmætu eða ámælisverðu háttsemi eða brugðist á annan hátt við henni. Móttakandi upplýsinganna skal greina starfsmanninum frá því hvort upplýsingarnar hafi orðið honum tilefni til athafna og þá hverra innan mánaðar frá tilkynningu.
Móttakandi upplýsinga eða gagnanna skal gæta leyndar um persónuupplýsingar sem honum berast um þann sem miðlar upplýsingum eða gögnum nema hinn síðarnefndi veiti afdráttarlaust samþykki sitt fyrir því að leynd sé aflétt. Starfsmanni sem miðlað hefur upplýsingum eða gögnum án þess að það hafi leitt til fullnægjandi viðbragða innan fyrirtækisins, er heimilt í góðri trú að miðla umræddum upplýsingum eða gögnum til utanaðkomandi aðila, þar á meðal fjölmiðla, svo fremi sem starfsmaðurinn hefur réttmæta ástæðu til að ætla að um háttsemi sé að ræða sem getur varðað fangelsisrefsingu.
Samstarfsaðilar
Life Fitness: World Class er umboðsaðil fyrir LifeFitness á Íslandi. Nánari upplýsingar veitir Björn Leifsson í síma 553-0000 eða bjorn@worldclass.is
Hammer Strength: World Class er umboðsaðil fyrir Hammer Strength á Íslandi. Nánari upplýsingar veitir Björn Leifsson í síma 553-0000 eða bjorn@worldclass.is