Tækjasalur

    Heimsklassa aðstaða í öllum stöðvum World Class

    Tækjasalir World Class eru vel búnir upphitunartækjum, lyftingatækjum og lausum lóðum. Í stöðvunum eru upphitunartæki: hlaupabretti, skíðavélar, stigvélar og hjól. Öll tækin í tækjasalnum eru frá Life Fitness og Hammer Strength sem eru taldir vönduðustu framleiðendur á sínu sviði í heiminum í dag.

    Tækja- og æfingakennsla

    Þjálfarar í tækjasal gefa ráðleggingar um hvaða tímar í tímatöflu geta hentað hverjum og einum. Einnig gefa þeir upplýsingar um námskeið sem World Class stendur fyrir. 

    Á öllum stöðvum World Class starfa þjálfarar sem eru boðnir og búnir að aðstoða viðskiptavini með allt sem viðkemur heilsu og lífsstíl. Við erum stolt af því að þjálfarar okkar eru vel menntaðir og með mikla reynslu í heilsurækt. Þjónusta þjálfara er viðskiptavinum að kostnaðarlausu nema annað sé tekið fram. Hægt er að fá tíma í tækjakennslu við kaup korts. Skráning fer fram í gegnum tímatöflu.

    Einkaþjálfarar World Class

    Einkaþjálfun er frábær valkostur og hentar öllum, bæði þeim sem eru að hefja átak og hinum sem eru lengra komnir. Einkaþjálfarar World Class sjá til þess að þú náir þínum markmiðum. Til að nýta sér þá einkaþjálfara sem starfa hjá World Class þarf viðkomandi að vera með kort í World Class.