Skilmálar

Húsreglur World Class Iceland

Viðskiptavinum er skylt að kynna sér gildandi húsreglur í stöðinni og fylgja þeim.

  1. Sýnum hvort öðru tillitsemi. Verum kurteis, jákvæð og glöð.
  2. Göngum frá eftir okkur á þar til gerða staði. Ef þú getur tekið lóðin upp þá getur þú líka gengið frá þeim.
  3. Höldum tækjunum snyrtilegum og þurrkum svita af eftir notkun. Til þess er hægt að nota rauðu World Class handklæðin.
  4. Skylda er að vera í íþróttafatnaði við æfingar. Ekki er leyfilegt að æfa ber að ofan í tækjasal. Útiskór, gallabuxur og annað slíkt er ekki leyft.
  5. Í World Class æfum við á eigin ábyrgð, förum varlega og meðhöndlum lóð og æfingatæki á réttan hátt.
  6. Virðum friðhelgi einkalífsins. Notkun snjallsíma er stranglega bönnuð í búningsklefum*.
  7. Bannað er að taka myndir í tækjasal NEMA ljóst sé að það er með samþykki þess sem myndaður er*. 
  8. Vinsamlegast notið ekki biluð tæki. Tilkynnið starfsfólki um biluð tæki í tækjasalnum svo hægt sé að laga bilunina sem allra fyrst.

* Brot á þessum reglum eru litin alvarlegum augum og geta varðað brottrekstri.

Markmið

Markmið World Class er að hver heimsókn sé ánægjuleg og endurnærandi upplifun. Við viljum að öllum okkar meðlimum líði vel í stöðinni.

Viðskiptavinir World Class æfa á eigin ábyrgð og bera ábyrgð á eigum sínum í stöðinni.

Aldurstakmarkið í stöðvarnar er 13 ára á árinu. Foreldrar og forráðamenn geta þó sótt um undanþágu fyrir börn sín.

Æskilegt er að allir séu með World Class handklæði með sér í tækjasal og í hóptímum. Í öllum heitum tímum er skylda að hafa með sér stórt handklæði.

Matvæli og drykkjarföng (önnur en vatnsbrúsar) eru ekki leyfð í tækjasal og hóptímasölum. 

 

Tækjasalur

Tækin í tækjasalnum má einungis nota til æfinga og mikilvægt er að þau séu meðhöndluð á réttan hátt. Einnig er mikilvægt er að viðskiptavinir World Class láti vita af skemmdum eða biluðum tækjum til að koma í veg fyrir slys eða meiðsli af völdum þeirra.

Öllum ber að ganga frá lóðum og stöngum á sinn stað eftir notkun.

Ef bið er eftir tækjum vegna fjölda í tækjasal er æskilegt að fólk skiptist á tækjum milli setta. Stranglega bannað er að vera með börn í tækjasal.

 

Hóptímar

Nauðsynlegt er að bóka sig fyrirfram í alla hóptíma. Þú bókar þig í tímatöflu með Abler aðganginum þínum.

Ef að tíminn hefur ekki náð að lágmarki 10 manns í skráningu 1 klukkustund áður en hann á að hefjast þá fellur hann sjálfkrafa út úr tímatöflu. Fólk sem er skráð í tímann fær tölvupóst um að hann hafi fallið niður.

Afbóka þarf tíma að minnsta kosti 60 mínútum áður en tíminn á að hefjast. Ef viðkomandi er ekki mættur 5 mínútum áður en tíminn á að byrja á hann á hættu að missa plássið sitt og lenda í skammarkróknum. Gott er að hafa í huga að í raun byrja tímar fimm mínútum fyrir auglýstan tíma í tímatöflu. 

Notendur geta bókað sig í alla opna tíma frá kl. 22:00, átta dögum áður en tími er á dagskrá. Mikil aðsókn er í hóptíma World Class og stundum komast færri að en vilja. Ef ekki er mætt í bókaðan tíma á viðkomandi á hættu að lenda í ,,Skammarkróknum“. Það þýðir að viðkomandi getur ekki bókað sig í tíma næstu átta daga.

Í sumum tilfellum er hóptímasölum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.

Einkaþjálfun

Þeir sem ætla að kaupa einkaþjálfun fara á worldclass.is, finna þjálfara við sitt hæfi og hafa samband. Einkaþjálfun er greidd beint til þjálfara.

Þeir sem vilja einkaþjálfa hjá World Class þurfa að sækja um hjá okkur og senda tölvupóst á disa@worldclass.is

Hér er getur þú skoðað einkaþjálfarana og fundið þann rétta við þitt hæfi.

Ráðning einkaþjálfara byggir alltaf á forsendum World Class.

Heitur salur (fyrir Hot Yoga og fl.)

Óæskilegt er að vera í skóm í heitum sal. Ætlast er til þess að skór séu geymdir inni í skáp. Skylda er að koma með eigið handklæði til að leggja ofan á dýnurnar og mælt er með því að koma með vatnsbrúsa í tíma. 

Fatnaður

Allir eiga að vera í viðeigandi hreinum íþróttafötum og hreinum skóm. Æskilegt er að fólk sé hvorki berfætt né á sokkum á æfingum heldur noti skó ætlaða til æfinga innanhúss. 

Tónlist og símar

Skylda er að vera með heyrnartól ef viðkomandi er með eigin tónlist. Farsímanotkun er ekki æskileg. Myndataka af öðrum án leyfis er litin alvarlegum augum og varðar brottrekstur.

Ólögleg efni

Ólögleg efni eru með öllu bönnuð í stöðvum World Class. Verði einhver uppvís að notkun eða vörslu ólöglegra efna verður viðkomandi skilyrðislaust rekinn frá stöðinni. Ef sala eða dreifing á ólöglegum efnum fer fram innan veggja World Class verður málinu umsvifalaust vísað til lögreglu. Stranglega bannað er að æfa undir áhrifum áfengis eða fíknefna. Brot á þessum reglum er skilyrðislaus brottrekstrarsök.

Búningsklefar

Skylt er að tæma skápa eftir notkun og óheimilt er að skilja eigur eftir í skápum yfir nótt. Lásar á skápum verða fjarlægðir á kvöldin. World Class er ekki ábyrgt fyrir því sem skilið er eftir inni í skápum. Í búningsklefum er farsímanotkun stranglega bönnuð. Brot á þeirri reglu getur varðað brottrekstur.

ATH. Rakstur er stranglega bannaður í sturtuklefum og gufuböðum. 
ATH. Í Betri stofu búningsklefum er 18 ára aldurstakmark eins og í Betri stofuna sjálfa.

Skilmálar

Kæri viðskiptavinur World Class

Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi viðskiptaskilmála. Vitneskja um skilmálana fyrirbyggir misskilning og stuðlar að góðum samskiptum í framtíðinni.

Samningur þessi veitir korthafa aðgang að heilsuræktarstöðvum World Class sem Laugar ehf kt: 631098-2079 rekur, gegn greiðslu gjalds. Samningurinn tekur gildi við undirritun. Með kaupum á korti í World Class samþykki ég eftirfarandi skilmála.

World Class selur aðgang í heilsurækt og í Betri stofu í áskrift, gegn staðgreiðslu og með vefsölu. Áskrift þarf að segja upp nema annað sé tekið fram. Í boði er áskrift með tveggja mánaða uppsagnarákvæði (ótímabundinn samningur).

Skilmálar áskriftarsamnings

Eftirfarandi samningur er á milli World Class og áskrifanda um almennar skyldur World Class og áskrifanda meðan á virkri aðild stendur.

Samningurinn tekur til allra aðildarsamninga sem áskrifandi gerir við World Class.

Skyldur World Class:

World Class skuldbindur sig til að hafa heilsuræktarstöðvarnar sem samningur veitir aðgang að opnar á auglýstum afgreiðslutíma.

World Class skuldbindur sig til að hafa í boði alla þá þjónustu sem auglýst er á hverjum tíma.

Samningur veitir áskrifanda aðgang að opnum kennslu/þjálfunartímum sem World Class býður upp á eftir því sem pláss leyfir. Samningurinn veitir hinsvegar ekki rétt til aðgangs að lokuðum tímum og námskeiðum sem kann að verða boðið upp á gegn gjaldi. 

Skyldur áskrifanda:

Áskrifandi sækir heilsuræktarstöðvar World Class á eigin ábyrgð. Áskrifandi fullyrðir með samþykki á skilmálum þessum að honum sé óhætt að stunda líkamsrækt og að honum sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Áskrifandi stundar æfingar á eigin ábyrgð og firrir World Class allri ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir. World Class ber enga ábyrgð á líkamstjóni áskrifanda nema það verði sannanlega rakið til stórfellds gáleysis stöðvarinnar eða starfsmanna hennar. 

Öll verðmæti eru á eigin ábyrgð inni í stöðvum World Class. Skápar eru til staðar og þarf að koma með eigin hengilás til þess að læsa þeim - engin ábyrgð er borin á verðmætum í læstum skápum. Ef áskrifandi skilur eftir lás á skáp eftir lokun verður klippt á hann og innihald skápsins gefið til hjálparsamtaka.

Áskrifandi samþykkir að nota aðgangsstýringarkerfi World Class eins og það er á hverjum tíma (nú augnskannar).

Áskrifandi skuldbindur sig til að að hlíta umgengisreglum World Class, að ganga vel um tæki og búnaði stöðvanna og að ganga frá tækjum, þ.m.t. lóðum eftir notkun. Stórfellt eða ítrekað brot gegn þessu ákvæði heimilar starfsmönnum World Class að vísa viðkomandi út úr heilsuræktarstöðvum World Class, auk þess sem World Class getur rift samningi við hann.

Áskrifanda er ekki heimilt að framselja rétt sinn til annars aðila. Þá getur áskrifandi ekki geymt rétt sinn til skemmri eða lengri tíma með því að leggja inn áskriftina.

Öll misnotkun áfengis, eitur- og ávanabindandi lyfja er með öllu óheimil á lóðum og innan veggja stöðva World Class - brot á því varðar brottvísun og mögulegu banni fra stöðvum World Class.

Aldurstakmark í World Class er 13 ára á árinu.

Greiðsla í áskrift

ÓTÍMABUNDINN SAMNINGUR: Binditími er 2 mánuðir.
Greiddur er einn mánuður og í framhaldinu gerir viðskiptavinur samning með 2 mánaða bindingu.

Fyrsta greiðslan er gerð á kaupdegi. Tímabilið miðast við kaupdag hvers viðskiptavinar. Áskriftin heldur áfram þar til skrifleg uppsögn berst, óháð mætingu. Uppsagnafrestur er tveir mánuðir og miðast við næstu endurnýjun.

Gjaldið er innheimt, óháð mætingu, þar til uppsögn er lögð inn með viðeigandi uppsagnarákvæði.

Takist skuldfærslan fyrir mánaðargjaldinu ekki, berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef þrír mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangurinn ásamt því að send er önnur tilkynningu til viðskiptarvinar. Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla tekst. 

World Class áskilur sér rétt til verðbreytinga. Áskriftargjald samninga getur hækkað einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun. Hækki World Class gjaldið umfram það getur áskrifandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust.

Áskriftargjald ótímabundinna samninga má hækka einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun.

Uppsögn

Hægt er að segja upp ótímabundnum samningum í gegnum Abler, tímabundnum samningum er ekki hægt að segja upp. Ekki er tekið við uppsögn með neinum öðrum hætti. Mánaðargjöld eru ekki endurgreidd, óháð mætingu.

Hóptímar

Nauðsynlegt er að bóka sig fyrirfram í alla hóptíma. Þú bókar þig inni á ,,Mínar síður” á worldclass.is.

Ef að tíminn hefur ekki náð að lágmarki 10 manns í skráningu 1 klukkustund áður en hann á að hefjast þá fellur hann sjálfkrafa út úr tímatöflu. Fólk sem er skráð í tímann fær tölvupóst um að hann hafi fallið niður.

Til að stofna aðgang í „Mínar síður“ skal fara í Nýskráningu og búa til notendanafn og lykilorð.

Afbóka þarf tíma að minnsta kosti 60 mínútum áður en tíminn á að hefjast. Ef viðkomandi er ekki mættur 5 mínútum áður en tíminn hefst getu hann átt í hættu að missa plássið sitt.

Notendur geta bókað sig í alla opna tíma frá kl. 22:00, átta dögum áður en tími er á dagskrá. Mikil aðsókn er í hóptíma World Class og stundum komast færri að en vilja. Ef ekki er mætt í bókaðan tíma á viðkomandi á hættu að lenda í ,,Skammarkróknum“. Það þýðir að viðkomandi getur ekki bókað sig í tíma næstu átta daga.

Í sumum tilfellum er hóptímasölum læst 5 mínútum eftir að tími hefst. Hóptímatafla getur breyst án fyrirvara.

Námskeið

Einungis þeir sem skrá sig sérstaklega á námskeið (lokaðir tímar) hafa aðgang að þeim. Hægt er að skrá sig á námskeið á worldclass.is eða í síma 533 0000.

Einkaþjálfun

Einkaþjálfarar World Class eru verktakar og eru þar af leiðandi með mismunandi verðskrá. Greiðsla fyrir einkaþjálfun fer fram hjá hverjum og einum þjálfara. World Class ber ekki ábyrgð á mistökum einkaþjálfara.

Heilsa

Með því að samþykkja þessa skilmála staðfestir þú, að samkvæmt bestu vitund, sé þér óhætt að stunda líkamsrækt og að þér sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Þú æfir á eigin ábyrgð.

Þú stundar æfingar á eigin ábyrgð og firrir World Class allri ábyrgð á hugsanlegum slysum eða meiðslum sem kunna að eiga sér stað, sem ekki verða rakin með beinum hætti til mistaka eða vanrækslu af hálfu Word Class, stjórnenda stöðvarinnar eða starfsmanna hennar.

World Class áskilur sér rétt til þess að víkja þeim úr stöðinni sem ekki ganga sómasamlega um eða brjóta af sér í stöðinni eða gagnvart öðrum viðskiptavinum og starfsfólki..

Verðmæti

Verðmæti viðskiptavina eru á þeirra eigin ábyrgð í stöðinni. Skápar eru til staðar í búningsklefum en nauðsynlegt er að koma með eigin hengilás til að læsa þeim. World Class ber ekki ábyrgð á verðmætum í læstum skápum.

Ef viðskiptavinur skilur eftir læstan skáp eftir lokun verður klippt á lásinn og innhaldið gefið í Rauða Krossinn.