Sækja um starf

Viltu vinna á sterkum og skemmtilegum vinnustað? 

Hjá World Class starfar fólk með víðtæka þekkingu og fjölbreyttan bakgrunn. Við erum alltaf að leita að fólki í hinar ýmsu stöður.

Tekið er á móti starfsumsóknum á netfangið umsoknir@worldclass.is
Vinsamlegast látið ferilskrá fylgja ásamt ítarupplýsingum.

Við erum alltaf að leita að góðu starfsfólki!

Starfsfólk World Class

Starfsfólk World Class er á öllum aldri með víðtæka þekkingu og fjölbreyttan bakgrunn. Starfsfólk leitast við að veita frábæra þjónustu hvar og hvenær sem er. Gætt er fyllsta öryggis í aðbúnaði og kennslu. Kennarar og þjálfarar leitast við að tileinka sér nýjustu strauma og stefnur í heilsueflingu og fjölbreyttur bakgrunnur þeirra gefur öllum tækifæri á að fá þjálfun við hæfi. Gildi World Class; þekking, þjónusta og samvinna endurspegla þann mannauð sem starfar í öllum 12 starfsstöðvunum.

Gildin okkar

Þjónusta: Við viljum vera þekkt fyrir framúrskarandi þjónustu og leitum stöðugt nýrra tækifæra til að bæta þjónustu.

Samstarf: Við vinnum saman og finnum lausnir. Samskipti okkar einkennast af jákvæðni, heiðarleika, trausti og virðingu. Við tökum ábyrgð á því sem við erum að gera og viðurkennum mistök okkar.

Þekking: Við vitum hvaða þekkingar er þörf í okkar starfi til að sinna því vel. Við leitum sífellt leiða til að auka þekkingu okkar og miðlum henni okkar á milli.