Hvað er WorldFit?

Okkar áherslur

Í WorldFit öðlast þú aukið alhliða hreysti með fjölbreyttum æfingum allt árið um kring. Markmið okkar í WorldFit er að mynda samfélag þar sem góður og hvetjandi andi ríkir.

Meðlimir eiga að njóta þess að mæta á æfingar og hafa metnað fyrir því að hreyfa sig rétt og vel. WorldFit stefnir að stöðugum framförum hvers og eins. Við viljum hafa góðan hvata fyrir æfingum og góðu matarræði, því heilbrigður lífstíll er okkur mikilvægur.

Með þjálfarateymi WorldFit getur hver sem er náð árangri á stuttum tíma.

WorldFit þjálfarar

Við getum aðstoðað byrjendur jafnt sem lengra komna sem vilja breyta til og tileinka sér heilbrigðan lífsstíl, léttast, þyngjast og bæta úthald og styrk.

Aðstaða og tímar

WorldFit æfingar fara fram í Kringlunni, Tjarnarvöllum, Laugum, Vatnsmýri og Skólastíg.

Æfing dagsins kemur alltaf inn á tímatöflu kl 20:30 kvöldið áður. Hægt er að bóka sig í tíma á tímatöflu eða í Abler appinu. Í tímatöflu WorldFit eru 6 WOD í viku í boði en ekki er endilega ætlast til að þú mætir alltaf alla daga. Hver og einn finnur hvað hentar þeim hverju sinni! Utan skipulagðra tíma hafa meðlimir aðgang að WF sölunum í "open gym".

Rétta kortið fyrir þig

Fyrir byrjendur

Þjálfarar WorldFit veita fjölbreytta, einstaklingsbundna og góða þjálfun. Þeir telja mikilvægt að iðkendur finni fyrir öryggi í tímum og hafi þekkingu til að framkvæma æfingar á réttan hátt. Af þeirri ástæðu er boðið upp á upprifjunar- og grunnnámskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að æfa í Worldfit.

Mikil áhersla er lögð á grunnhreyfingar og rétta líkamsbeitingu. Farið er yfir út á hvað WorldFit gengur, tæknilegu atriðin í æfingum með eigin líkamsþyngd, undirstöðuatriðin í Ólympískum lyftingum og margt fleira.

Námskeiðið er þrír tímar, 90 mínútur hver og því fylgir mánaðarkort í WorldFit sem virkjast í kjölfarið. Hvar þú tekur grunninn er óháð því hvar þú hyggst mæta í WorldFit; meðlimir fá alltaf aðgang að öllum staðsetningum og tímum WF.

Grunnnámskeið

Grunnnámskeið WorldFit

Fullorðnir meðlimir WorldFit þurfa að eiga kort í World Class.

  Fyrir lengri komna

  WorldFit kort veitir aðgang að öllum opnum tímum WorldFit og einnig World Class MMA. Iðkendur geta notað tímatöflu á síðunni eða Sportabler appið fyrir tímaskráningar, en birtast æfingar og önnur skilaboð til meðlima.

  Boðið er upp á nokkur mismunandi kort og áskrifitir svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

  Athugið að grunnnámskeið er nauðsynlegt fyrir suma tíma.

  Verðskrá fyrir fullorðna

  Kort og áskriftir

  Til að skrá sig í WorldFit þarf að hafa lokið grunnnámskeiði. Einnig þurfa fullorðnir iðkendurkort að vera korthafar í World Class og greiða aukalega fyrir WorldFit.

   WorldFit Mömmur

   WF Mömmur eru tímar fyrir nýbakaðar mæður og börnin þeirra sem vilja koma sér af stað eftir barnsburð undir faglegri handleiðslu þjálfara og verðandi mæður sem hafa fulla hreyfigetu á meðgöngunni. Tímarnir eru hannaðir til að bæta styrk og úthald, auka hreyfigetu og bæta almenna líðan. Það er tekið hressilega á því með styrktaræfingum og úthaldslotum. Þjálfari hefur Pre/Postnatal Fitness Specialist og Core Confidence Specialist réttindi og nokkurra ára reynslu af CF þjálfun.

   Tímarnir eru kenndir í Laugum og Tjarnarvöllum.

   Æfing dagsins kemur alltaf inn á tímatöflu kl 20:30 kvöldið áður. Hægt er að sjá tíma og bóka sig á tímatöflu eða í Abler appinu. Nauðsynlegt er að skrá sig í tíma.

   Verðskrá fyrir WorldFit Mömmur

   Kort og áskriftir

   Meðlimir WorldFit Mömmur þurfa að eiga kort í World Class. Ekki þarf að hafa lokið grunnnámskeiði til að vera í WorldFit Mömmur

    Markmið okkar í WorldFit er að mynda fjölbreytt samfélag

    Worldfit Unglingar

    WorldFit Unglingar er þjálfun fyrir 8.-10. bekk sem býður upp á fjölbreyttar æfingar til að bæta almennt hreysti. Áherslur eru lagðar á ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, fimleika og þolæfingar ásamt fleiru. Tímarnir fara fram í Kringlunni og Tjarnarvöllum.
     
    Markmið WorldFit Unglinga er að fá að blómstra sem einstaklingur, bæta sig í alhliða hreysti og á sama tíma byggja upp sjálfstraust til að taka með sér út í lífið. Allir unglingar geta byrjað í WorldFit Unglingar því hver æfing er aðlöguð að getu einstaklingsins.
     
    „Að geta ekki” er ekki ástæða til að skrá sig ekki, heldur frábær ástæða til þess að skrá sig!

    Verðskrá fyrir WorldFit Unglingar

    Kort og áskriftir

    Til að gerast WF Unglingar meðlimur skal ljúka Grunnnámskeiði WF Unglingar. Meðlimir WF Unglingar þurfa ekki að eiga kort í World Class

     Frístundastyrkur

     Til að nýta frístundastyrkinn þarf kort eða námskeið að vera 3 mánuðir eða lengur (samningurinn er bundinn í lágmark 3 mánuði). Hægt er að nýta fríststundastyrk í kaupferli.

     Hafnarfjörður

     Versla þarf kort í afgreiðslunni og fá kvittun, fara inná mínar síður á Hafnarfjordur.is í umsóknir og sækja um frístundastyrk.

     WF Krakkar

     Námskeið fyrir 5.-7. bekk sem býður upp á fjölbreyttar æfingar til að bæta almennt hreysti.

     Áherslur eru lagðar á ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, fimleika og þolæfingar ásamt fleiru.

     Markmið WorldFit krakka er að fá að blómstra sem einstaklingur, bæta sig í alhliða hreysti og á sama tíma byggja upp sjálfstraust til að taka með sér út í lífið.

     Allir krakkar geta byrjað í WorldFit krakkar því hver æfing er aðlöguð að getu einstaklingsins.

     „Að geta ekki” er ekki ástæða til að skrá sig ekki, heldur frábær ástæða til þess að skrá sig!

     Hafið samband fyrir upplýsingar um laus pláss á námskeiðum í gangi.

     VERÐSKRÁ FYRIR WORLDFIT KRAKKAR

     Næsta námskeið

     Frístundastyrkir: Hægt er að greiða fyrir 12 vikna WorldFit krakkar námskeið með frístundastyrk bæjarfélaganna hér