Hvað er WorldFit?
Okkar áherslur
WorldFit býður upp á fjölbreytt, skemmtilegt og árangursbætandi æfingakerfi. Æfingarkerfið reynir á þol, styrk og liðleika og er sambland af úthalds íþróttum, kraftlyftingum, ólympískum lyftingum og fimleikum.
WorldFit leggur áherslu á vinalegt og hvetjandi æfinga umhverfi. Í WorldFit tímum er þjálfari sem leiðir iðkendur í gegnum upphitun og æfingu dagsins, hvetur áfram og heldur uppi fjörinu. Æfingu dagsins má alltaf aðlaga eftir getustigi og hentar því WorldFit flestum.
Ef þú vilt tilheyra góðu samfélagi, viðhalda fjölbreyttri æfingarrútínu og heilbrigðum lífstíl að þá er WorldFit fyrir þig!
WorldFit þjálfarar
Aðstaða og tímar
WorldFit stöðvarnar eru 5 talsins og eru staðsettar í Kringlunni, Tjarnarvöllum, Laugum, Vatnsmýri og Skólastíg Akureyri. Stöðvarnar eru einstakar á sinn hátt en áherslur, æfingaprógram og menning er mismunandi eftir stöðvum.
WorldFit býður upp á fjölbreytt tímaúrval: Morgun-, hádegis- og seinniparts tímar á virkum dögum og morgun tímar um helgar. Tímatöflur WorldFit má finna hér.
Æfing dagsins er birt daginn áður á Tímatöflunni í á síðunni og í Abler appinu. Mikilvægt er að skrá og afskrá sig í/úr tíma tímanlega!
Námskeið fyrir byrjendur
Grunnnámskeið WorldFit
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa ekki áður æft WorldFit eða CrossFit.
Farið er yfir út á hvað WorldFit gengur, tæknilegu atriðin í æfingum með eigin líkamsþyngd, undirstöðuatriðin í Ólympískum lyftingum og margt fleira.
Mikilvægt er fyrir nýja iðkendur að hafa þennan tæknilega grunn til að byggja ofan á í framhaldi af grunnnámskeiði.
Námskeiðið er þrír tímar, 90 mínútur hver og því fylgir mánaðarkort í WorldFit sem virkjast í kjölfarið. Hvar þú tekur grunninn er óháð því hvar þú hyggst mæta í WorldFit; meðlimir fá alltaf aðgang að öllum staðsetningum og tímum WF.
Grunnnámskeið
Meðlimir WorldFit þurfa að eiga kort í World Class.
Kraftmiklar konur
Þjálfari: Helga Guðmundsdóttir
Styrktarþjálfun fyrir konur yfir fertugt
Námskeiðið er 4 vikur og er 2x í viku mánudaga og miðvikudaga kl 9:30 í World Class stöðinni á Tjarnarvöllum inni í Worldfit salnum. Þar verða notuð handlóð, ketilbjöllur og stangir svo eitthvað sé nefnt. Farið vel yfir hreyfingar og passað upp á að fólk læri að beita sér rétt.
Fjölbreyttar styrktaræfingar sem reyna á allan líkamann og einstaka stuttar keyrslur til að auka úthald. Eftir námskeið verður boðið upp á Kraftmiklar konur "framhaldsnámskeið" sem undirbýr iðkendur fyrir almenna WorldFit tíma
Kraftmiklar konur
Styrktarþjálfun fyrir konur yfir fertugt
Kort og áskriftir
Fyrir lengra komna
WorldFit kort veitir aðgang að öllum opnum tímum WorldFit, WorldFit aðstöðunni utan tímatöflu. Iðkendur nota Tímatöfluna í Abler appinu eða hér á síðunni fyrir tímaskráningar, en þar birtast einnig æfingar og önnur skilaboð til meðlima.
Boðið er upp á nokkur mismunandi kort og áskrifitir svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Athugið að skilyrði er að hafa lokið grunnnámskeiði
Kort og áskriftir
Fullorðnir iðkendur þurfa einnig að vera korthafar í World Class.
WorldFit Mömmur
WF Mömmur eru tímar fyrir nýbakaðar mæður og börnin þeirra sem vilja koma sér af stað eftir barnsburð undir faglegri handleiðslu þjálfara og verðandi mæður sem hafa fulla hreyfigetu á meðgöngunni. Tímarnir eru hannaðir til að bæta styrk og úthald, auka hreyfigetu og bæta almenna líðan. Það er tekið hressilega á því með styrktaræfingum og úthaldslotum. Þjálfari hefur Pre/Postnatal Fitness Specialist og Core Confidence Specialist réttindi og nokkurra ára reynslu af CF þjálfun.
Tímarnir eru kenndir í Laugum, Tjarnarvöllum og Skólastíg Akureyri.
Æfing dagsins kemur alltaf inn á tímatöflu kvöldið áður. Hægt er að sjá tíma og bóka sig á tímatöflu eða í Abler appinu. Nauðsynlegt er að skrá sig í tíma.
Kort og áskriftir
Meðlimir WorldFit Mömmur þurfa að eiga kort í World Class. Ekki þarf að hafa lokið grunnnámskeiði til að vera í WorldFit Mömmur
Markmið okkar í WorldFit er að mynda fjölbreytt samfélag“
Worldfit Unglingar
WorldFit Unglingar er þjálfun fyrir 8.-10. bekk sem býður upp á fjölbreyttar æfingar til að bæta almennt hreysti. Áherslur eru lagðar á ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, fimleika og þolæfingar ásamt fleiru. Tímarnir fara fram í Kringlunni og Tjarnarvöllum.
Markmið WorldFit Unglinga er að fá að blómstra sem einstaklingur, bæta sig í alhliða hreysti og á sama tíma byggja upp sjálfstraust til að taka með sér út í lífið. Allir unglingar geta byrjað í WorldFit Unglingar því hver æfing er aðlöguð að getu einstaklingsins.
„Að geta ekki” er ekki ástæða til að skrá sig ekki, heldur frábær ástæða til þess að skrá sig!
Kort og áskriftir
Til að gerast WF Unglingar meðlimur skal ljúka grunnnámskeiði fyrir Unglina. Meðlimir WF Unglingar þurfa ekki að eiga kort í World Class
WF Krakkar
Námskeið fyrir 5.-7. bekk sem býður upp á fjölbreyttar æfingar til að bæta almennt hreysti.
Áherslur eru lagðar á ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, fimleika og þolæfingar ásamt fleiru.
Markmið WorldFit krakka er að fá að blómstra sem einstaklingur, bæta sig í alhliða hreysti og á sama tíma byggja upp sjálfstraust til að taka með sér út í lífið.
Allir krakkar geta byrjað í WorldFit krakkar því hver æfing er aðlöguð að getu einstaklingsins.
„Að geta ekki” er ekki ástæða til að skrá sig ekki, heldur frábær ástæða til þess að skrá sig!
Hafið samband fyrir upplýsingar um laus pláss á námskeiðum í gangi.
Næsta námskeið
Frístundastyrkir: Hægt er að greiða fyrir 12 vikna WorldFit krakkar námskeið í kaupferlinu
Frístundastyrkur
Til að nýta frístundastyrkinn þarf kort eða námskeið að vera 3 mánuðir eða lengur (samningurinn er bundinn í lágmark 3 mánuði). Hægt er að nýta fríststundastyrk í kaupferli.
Hafnarfjörður
Versla þarf kort í afgreiðslunni og fá kvittun, fara inná mínar síður á Hafnarfjordur.is í umsóknir og sækja um frístundastyrk.