Saga skólans

Dansstúdíó World Class er dansskóli á Íslandi staðsettur í Reykjavík og nágrenni með kennslu frá september til apríl ár hvert ásamt því að halda styttri sumarnámskeið og önnur námskeið fyrir dansþyrsta nemendur.

Dansstúdíó World Class var formlega stofnað af Hafdísi Jónsdóttur árið 1987. Var skólinn þá starfræktur í formi námskeiða í World Class í Fellsmúla. Var engin breyting þar á þar til árið 2004 en þá opnar World Class í Laugum og starf skólans verður viðameira í kjölfarið. Á árunum 2004-2007 er skólinn undir stjórn Nönnu Ósk Jónsdóttur. Á því tímabili færir fyrirtækið út kvíarnar og opnar World Class í Spönginni í Grafarvogi. Árið 2007 tekur Stella Rósenkranz, núverandi deildarstjóri, yfir rekstri dansskólans og hefur stýrt honum alla tíð síðan.