Laugar Café

Fjölbreyttur, hollur og góður matseðill í Laugum

Á Laugar Café er hægt að fá fjölbreytt úrval léttra heilsurétta, samloka og drykkja allan daginn. Til dæmis má nefna Booztbarinn þar sem finna má mikið úrval af skyr- og próteindrykkjum ásamt ferskum söfum.

Réttur Dagsins

Frá kl. 11:30-14:00

Einnig bjóðum við upp á rétt dagsins alla virka daga og laugardaga, frá kl. 11:30-14:00, ásamt súpu og nýbökuðu brauði. Áhersla er lögð á ferskt hráefni og hóflegt verð.

Hádegismatseðillinn á virkum dögum samanstendur af fiskrétti eða kjúklingarétti ásamt meðlæti og súpu. Á laugardögum er ávallt á boðstólnum kjötréttur, ásamt sósu og öllu tilheyrandi ´a la Bjössi´ ásamt kjúklingarétti.

Sjá matseðil vikunnar

Laugar Spa Café

Í Baðstofunni er að finna veitingastofu Laugar Café en þar er hægt að fá hádegisverð og kvöldverð ásamt fjölbreyttu úrvali léttra heilsurétta, en einnig er hægt að fá samlokur og drykki allan daginn. Tilvalið fyrir og eftir meðferðir á snyrti- og nuddstofunni til að endurnæra líkama og sál í Baðstofu Lauga Spa. Einnig er hægt að fá rétti af matseðli Laugar Spa Café í veitingastofu við inngang Wold Class Laugum.

Sjá matseðil Laugar Spa Café

Booztbarinn

Í Booztbarnum má finna úrval af skyr- og próteindrykkjum ásamt ferskum söfum og samlokum. Fullkomið til að grípa eftir góða æfingu.

Sjá matseðill

Sjá næringargildi

Opnunartímar

  • Eldhúsið er opið:
    Alla virka dag frá kl. 11:30-14:00 og 15:00-20:00.
    Laugardaga frá kl. 11:30-20:00.

  • Boostbarinn er opinn:
    Alla virka daga frá kl. 07:00-21:00.
    Laugardaga frá kl. 09:00-20:00.
    Sunnudaga 10:00-18:00.

Tilvalið er fyrir fyrirtæki og aðra hópa að koma í Laugar og njóta matar og drykkjar á Laugar Café. Fyrirspurnir og bókanir berist til gisli@worldclass.is