Einkaþjálfaraskóli

Hefur þú áhuga á að starfa við einkaþjálfun?

Þá er Einkaþjálfaraskóli World Class spennandi kostur fyrir þig. Í Einkaþjálfaraskólanum starfa eingöngu háskólamenntaðir kennarar og allt námsefni er á íslensku. Aðeins 25 nemendur eru teknir inn á hverri önn. Námið er 10 vikna sem kennt er á laugardögum auk verknáms. Meðal annars er farið í næringarfræði, þjálfunarfræði, íþróttasálfræði, prógrammagerð, ástandsmat og líkamsbeitingu.

Námið

Vorönn byrjar í apríl og haustönn í október. 20 ára aldurstakmark er í námið og stendur það yfir í 10 vikur. Kennsla fer fram laugardaga kl. 9:00 - 17:00 auk þess sem nemendur taka verknám sem felst í því að einkaþjálfa í 4 vikur. 

Skráning er alltaf opin á oli@worldclass.is.

Verð kr. 299.000
Fjarnám kr. 250.000

Nánari upplýsingar gefur Ólafur Jóhannesson í síma 773-6163  /  oli@worldclass.is

Helstu fög eru:

  • Líffærafræði
  • Næringarfræði
  • Lífeðlisfræði
  • Þjálfunarfræði
  • Sálfræði
  • Skyndihjálp
  • Markaðssetning
  • Sjúkdómafræði
  • Íþróttasálfræði
  • Prógrammagerð
  • Fæðubótaefni