Laugar Spa

Laugar Spa snyrti- og nuddstofurnar bjóða upp á snyrti- og nuddmeðferðir þar sem unnið er með Laugar Spa Organic Skincare vörulínuna. Heildar heilsu- og líkamsupplifun þar sem skynfæri spila saman við vatn og list í fullkomnu samræmi.

Þjónusta

Laugar Spa snyrti- og nuddstofa býður upp á andlits- og líkamsmeðferðir þar sem unnið er með Laugar Spa vörulínuna. Meðferðirnar eru sérhannaðar til að endurlífga og koma jafnvægi á allar húðgerðir. Þær stuðla að heilbrigði húðarinnar og ljá henni ljóma.