Dekurpakkar

Hin fullkomna gjöf

Hér er hægt að sjá stærri samsetta pakka sem við bjóðum upp á í Laugar Spa. Fullkomið fyrir stærri tilefni fyrir bæði dömur og herra. Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar og við hjálpum þér að setja saman hinn fullkomna pakka.

Þeir pakkar sem við bjóðum upp á eru:

  • Laugar Spa silfur 
  • Laugar Spa gull
  • Heildræn allsherjarmeðferð
  • Dekur fyrir hendur og fætur 
  • Dömudekur 
  • Dekurdagur í Laugar Spa
  • Mömmudekur / Slökunardekur 
  • Spa slökun í Laugar Spa - heill dagur

Við bjóðum upp á gjafabréfin í fallegri gjafaöskju.

Laugar Spa silfur

Dekrið hefst í Betri stofu Laugar Spa síðan er farið í kókosolíu heilnudd sem örvar blóðrásina og hreinsar sogæðakerfið. Meðferðin er mjög róandi og rakagefandi og verður húðin silkimjúk á eftir. Síðan velur Laugar Spa snyrtifræðingurinn þinn bestu andlitsmeðferðina fyrir þig og dekrar við þig með yndislegu andlitsbaði. Húðin verður endurnýjuð og silkimjúk. 

100 mín. Kr. 27.990

Laugar Spa gull

Dekrið hefst í Betri stofu Laugar Spa síðan er farið í frískandi Lemongrass saltskrúbb sem örvar blóðrásina og hreinsar sogæðakerfið. Eftir sturtu er slakað á í róandi og rakagefandi kókosolíu heilnuddi. Húðin verður endurnærð og silkimjúk eftir skrúbbið og nuddið. Dekrið endar á Laugar Spa andlitsbaði þar sem Laugar Spa snyrtifræðingurinn þinn velur bestu meðferðina fyrir þig og dekrar við þig. Húðin verður endurnýjuð og silkimjúk.

115 mín. Kr. 33.500

Heildræn allsherjarmeðferð

Þessi heildræna meðferð hefst á því að allur líkaminn er burstaður. Síðan tekur við Epsom saltskrúbb 

sem fjarlægir dauðar húðfrumur, hreinsar svitaholur, vekur háræðakerfi húðarinnar og örvar sogæðakerfið. Eftir sturtu er líkami, andlit og höfuð nuddað með höndum og heitum steinum sem hafa verið baðaðir orku í náttúru Íslands. Þessi heildræna meðferð stuðlar að góðu jafnvægi fyrir huga og líkama. 

80 mín. Kr. 22.990
með mat Kr. 28.090

Dekur fyrir hendur og fætur

Við mælum með því að byrja dekrið í Betri stofunni áður en farið er í Laugar Spa hand-     

og fótsnyrtingu. Byrjað er á nærandi og frískandi skrúbbi og svo fylgir dásamlegt og slakandi nudd með olíum og kremum. Kærkomið dekur fyrir þreyttar hendur og fætur.

100 mín. Kr. 25.990
með mat Kr. 31.090

Dömudekur

Dömudekur er tilvalið fyrir árshátíð eða önnur tækifæri þar sem þú vilt skarta þínu fegursta. Innifalið er Lúxus Laugar Spa andlitsbað sem er sérsniðið að þínum þörfum. Paraffín maski fyrir hendur sem gerir þær silkimjúkar. Litun og plokkun fyrir augnhár og augabrúnir.

130 mín. Kr. 29.900

Dekurdagur í Laugar Spa

Við mælum með því að byrja dekrið í Betri stofunni áður en farið er í Lúxus Laugar Spa andlitsbað sem er sérsniðið að þörfum hvers og eins með austurlensky höfuðnuddi.  Síðan er spa hand-og fótsnyrtingu þar sem hendur og fætur fá góðan frískandi skrúbb og slakandi nudd með olíum, kremum og heitum steinum. Kærkomið dekur fyrir þreyttar hendur og fætur. 

210 mín. Kr. 44.100

Mömmudekur / Slökunardekur

Dekrið er tilvalið fyrir konur á öllum aldri.  

Það hefst í Betri stofu Laugar Spa síðan er Lúxus Laugar Spa andlitsbaði sem sérsniðið er að þörfum hvers og eins með austurlensku höfuðnuddi. Hand og fótsnyrting sem er sannkölluð himnasending fyrir þreytta fætur. Nuddað er vel með næringarmiklu saltskrúbbi, olíum og kremum. Neglur eru einnig snyrtar og húðin mýkt. Dekrið endar svo á himnesku heilnuddi.

220 mín. Kr. 52.900

Spa slökun í Laugar Spa - heill dagur

Dásamlegt dekur sem hefst í Betri stofu Laugar Spa áður en farið er í saltskrúbb sem örvar blóðrásina og styrkir húðina. Síðan er slakað á í heitsteinanuddi með ilmolíum. Eftir nuddið er léttur málsverður með vínglasi eða ávaxtasafa borinn fram í veitingastofu Betri stofunnar. Lúxus Laugar Spa andlitsbað sem sérsniðið er að þörfum hvers og eins sem felur í sér augnmeðferð, höfuðnudd, litun og plokkun. Endað er á spa hand- og fótsnyrtingu sem felur í sér alhliða snyrtingu ásamt saltskrúbbi og nuddi með olíum, kremum og heitum steinum og paraffínmaska á hendur og fætur.  

5 klst. Kr. 79.900