Mosfellsbær

Þjónusta
 • Heilsurækt
Heilsurækt
 • Hóptímasalur
 • Spinning salur
 • Heitur salur
 • DWC
Önnur þjónusta
 • Sundlaug
 • Barnahorn
  Opnunartími

  Mán - Fös

  06:00-21:30

  Lau - Sun

  08:00-18:30

  Athugið að húsið lokar 30 mínútum eftir auglýstan lokunartíma.

Nánari upplýsingar

StaðsetningOpnast í nýjum glugga

Einkaþjálfarar í Mosfellsbæ

World Class Mosfellsbæ

World Class Mosfellsbæ opnaði 700 m2 stöð 15. desember 2007. Þann 11. janúar 2020 var svo opnuð 900 m2 viðbygging þar sem er að finna 2 nýja búningsklefa, infrared heitan sal, almennan hóptímasal, hjólasal og barnahorn.

Tækjasalurinn er vel búinn upphitunartækjum, lyftingatækjum og lausum lóðum. Í stöðinni eru upphitunartæki: hlaupabretti, skíðavélar, stigvélar og hjól. Öll tækin í tækjasalnum eru frá Life Fitness og Hammer Strength sem eru taldir vönduðustu framleiðendur á sínu sviði í heiminum í dag. Boðið er upp á þjónustu þjálfara í tækjasal viðskiptavinum að kostnaðarlausu.  Stöðin inniheldur hjólasal með 40 IC7/IC8 hjólum byggður upp á pöllum með led lýsingu, heitan hóptímasal með infrared hita í lofti og gólfi ásamt hita og rakatækjum fyrir heita tíma, hóptímasal og glæsilega barnagæslu. Korthafar hafa aðgang að öllum opnum tímum.