Karfan þín

Kort og Áskriftir

WorldFit kort veitir aðgang að öllum opnum tímum WorldFit og einnig World Class MMA (Ath. Grunnur nauðsynlegur fyrir suma tíma).

Boðið er upp á nokkur mismunandi kort og áskrifitir svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að skoða kortin hér fyrir neðan.

Vinsamlegast athugið eftirfarandi skilyrði:

Kaupa kort

WorldFit Upprifjunar- og Grunnnámskeið

Þjálfarar WorldFit veita fjölbreytta, einstaklingsbundna og góða þjálfun. Þeir telja mikilvægt að iðkendur finni fyrir öryggi í tímum og hafi þekkingu til að framkvæma æfingar á réttan hátt. Af þeirri ástæðu er boðið upp á upprifjunar- og grunnnámskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að æfa í Worldfit.

Mikil áhersla er lögð á grunnhreyfingar og rétta líkamsbeitingu. Farið er yfir út á hvað WorldFit gengur, tæknilegu atriðin í æfingum með eigin líkamsþyngd, undirstöðuatriðin í Ólympískum lyftingum og margt fleira. Námskeiðið er þrír tímar, 90 mínútur hver og því fylgir mánaðarkort í WorldFit sem virkjast í kjölfarið.

Grunnnámskeiðin eru kennd á öllum staðsetningum. Það hvar þú tekur grunninn er óháð því hvar þú hyggst mæta í WorldFit; meðlimir fá alltaf aðgang að öllum staðsetningum og tímum WF.

Nánari upplýsingar: worldfit@worldclass.is

Sjá næsta námskeið
 

Aðstaða og tímar

WorldFit æfingar fara fram í WorldFit Kringlunni, WorldFit í World Class Tjarnarvöllum, WorldFit í World Class Vatnsmýri og WorldFit í World Class á Skólastíg, Akureyri. Meðlimir hafa að auki aðgang að open gym WorldFit sal í World Class Laugum.

Tímatöflur

Kringlan TjarnavellirVatnsmýriAkureyri

Innifalið í WorldFit + Heilsuræktarkorti World Class

Lokaðir WorldFit hóptímar allt að 7x í viku. Aðgangur að World Class MMA.

Öllum kortum fylgir aðgangur að 18 stöðvum World Class, ásamt aðgangi að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Lágafellslaug, Sundhöll Selfoss, Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, sundlauginni á Hellu og sundlaug Akureyrar.

Einnig er mikið úrval af fjölbreyttum opnum hóptímum í tímatöflu.

Hægt er að bóka tíma í tækjakennslu. Bóka þarf tíma á www.worldclass.is/timatafla.
Athugið að aðgangur í heilsurækt miðast við 13 ára aldur.


KORTHAFAR Í HEILSURÆKT með mánaðarkort eða meira, fá tvo vinamiða í heilsuræktina í hverjum mánuði. Einnig er innifalið í heilsuræktarkortum 10% afsláttur af vörum og þjónustu hjá Laugar Spa snyrti- og nuddstofu (gjafabréf eru undanskilin, afsláttur gildir ekki í vefverslun). Korthafar í heilsurækt geta keypt stakan dag í Betri stofuna á afslætti.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar