Kort og Áskriftir
WorldFit kort veitir aðgang að öllum opnum tímum WorldFit og einnig World Class MMA (Ath. Grunnur nauðsynlegur fyrir suma tíma).
Við notum Sportabler appið fyrir tímaskráningar þar sem við birtum æfingar og önnur skilaboð til meðlima - appið uppfærist sjálfkrafa þegar þú kaupir kort í WorldFit. Ef þú átt ekki aðgang hjá Sportabler stofnaru slíkan hér.
Æfing dagsins kemur alltaf inn á Sportabler kl 20:30 kvöldið áður. Hægt er að bóka tíma á tímatöflu eða í Sportabler appinu. Í tímatöflu WorldFit eru 7 WOD í viku í boði en ekki er endilega ætlast til að þú mætir alltaf alla daga. Hver og einn finnur hvað hentar þeim hverju sinni! Utan skipulagðra tíma hafa meðlimir aðgang að WF sölunum í "open gym" en upplýsingar og umgengisreglur er að finna hér.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi skilyrði:
- Til að gerast WorldFit meðlimur skal ljúka upprifjunar- og grunnnámskeiði WorldFit
- Meðlimir WorldFit þurfa að eiga kort í World Class.

WorldFit Upprifjunar- og Grunnnámskeið
Þjálfarar WorldFit veita fjölbreytta, einstaklingsbundna og góða þjálfun. Þeir telja mikilvægt að iðkendur finni fyrir öryggi í tímum og hafi þekkingu til að framkvæma æfingar á réttan hátt. Af þeirri ástæðu er boðið upp á upprifjunar- og grunnnámskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að æfa í Worldfit.
Mikil áhersla er lögð á grunnhreyfingar og rétta líkamsbeitingu. Farið er yfir út á hvað WorldFit gengur, tæknilegu atriðin í æfingum með eigin líkamsþyngd, undirstöðuatriðin í Ólympískum lyftingum og margt fleira. Námskeiðið er þrír tímar, 90 mínútur hver og því fylgir mánaðarkort í WorldFit sem virkjast í kjölfarið.
Grunnnámskeiðin eru kennd á öllum staðsetningum. Það hvar þú tekur grunninn er óháð því hvar þú hyggst mæta í WorldFit; meðlimir fá alltaf aðgang að öllum staðsetningum og tímum WF.
Nánari upplýsingar: worldfit@worldclass.is
Aðstaða og tímar
WorldFit æfingar fara fram í WorldFit Kringlunni, WorldFit í World Class Tjarnarvöllum, WorldFit í World Class Vatnsmýri og WorldFit í World Class á Skólastíg, Akureyri. Meðlimir hafa að auki aðgang að open gym WorldFit sal í World Class Laugum.
Tímatöflur
LaugarKringlan TjarnavellirVatnsmýriAkureyriNámskeið á vegum WorldFit
Innifalið í WorldFit + Heilsuræktarkorti World Class
Lokaðir WorldFit hóptímar allt að 7x í viku. Aðgangur að World Class MMA.
Öllum kortum fylgir aðgangur að 18 stöðvum World Class, ásamt aðgangi að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Lágafellslaug, Sundhöll Selfoss, Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, sundlauginni á Hellu og sundlaug Akureyrar.
Einnig er mikið úrval af fjölbreyttum opnum hóptímum í tímatöflu.
Hægt er að bóka tíma í tækjakennslu. Bóka þarf tíma á www.worldclass.is/timatafla.
Athugið að aðgangur í heilsurækt miðast við 13 ára aldur.
KORTHAFAR Í HEILSURÆKT með mánaðarkort eða meira, fá tvo vinamiða í heilsuræktina í hverjum mánuði. Einnig er innifalið í heilsuræktarkortum 10% afsláttur af vörum og þjónustu hjá Laugar Spa snyrti- og nuddstofu (gjafabréf eru undanskilin, afsláttur gildir ekki í vefverslun). Korthafar í heilsurækt geta keypt stakan dag í Betri stofuna á afslætti.