Um WorldFit
WorldFit er fyrir alla þar sem erfiðleikastig æfinga er aðlagað hverjum og einum. Þannig getur afreksíþróttafólk og byrjendur æft hlið við hlið af sömu ákefð. WorldFit æfingar fara fram í WorldFit Kringlunni, WorldFit í World Class Tjarnarvöllum, WorldFit í World Class Vatnsmýri og WorldFit í World Class á Skólastíg, Akureyri. Meðlimir hafa að auki aðgang að open gym WorldFit sal í World Class Laugum.
Í WorldFit öðlast þú aukið alhliða hreysti með fjölbreyttum æfingum allt árið um kring. Æfingarnar samanstanda meðal annars af kraflyftingum, þolþjálfun, ólympískum lyftum og fimleikahreyfingum.
WorldFit kort veitir aðgang að öllum opnum tímum WorldFit og einnig World Class MMA (Ath. Grunnur nauðsynlegur fyrir suma tíma)
Vinsamlegast athugið eftirfarandi skilyrði:
1. Til að gerast WorldFit meðlimur skal ljúka upprifjunar- og grunnnámskeiði WorldFit
2. Meðlimir WorldFit þurfa að eiga kort í World Class.
"Markmið okkar í WorldFit er að mynda samfélag…
- ...þar sem góður og hvetjandi andi ríkir.
- ...þar sem fólk nýtur þess að mæta á æfingar og hefur metnað fyrir því að hreyfa sig rétt og vel.
- ...þar sem við stefnum að stöðugum framförum.
- ...þar sem okkar helsti hvati fyrir æfingum og góðu mataræði er heilbrigður lífsstíll og allir þeir kostir sem honum fylgja"