Takmörkun á kortasölu!
Vegna ört vaxandi iðkendafjölda og gildandi takmarkana fer kortasala í gegnum skrifstofu. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu til að kaupa nýtt kort arny@worldclass.is
Hafa sambandUm WorldFit
WorldFit er fyrir alla þar sem erfiðleikastig æfinga er aðlagað hverjum og einum. Þannig getur afreksíþróttafólk og byrjendur æft hlið við hlið af sömu ákefð. WorldFit er kennt í Svarta boxinu í World Class Kringlunni, glænýrri aðstöðu í World Class Tjarnarvöllum og í World Class Akureyri.
Í WorldFit öðlast þú aukið alhliða hreysti með fjölbreyttum æfingum allt árið um kring. Æfingarnar samanstanda meðal annars af kraflyftingum, þolþjálfun, ólympískum lyftum og fimleikahreyfingum.
Vinsamlegast athugið eftirfarandi skilyrði:
1. Til að gerast WorldFit meðlimur skal ljúka upprifjunar- og grunnnámskeiði WorldFit
2. Meðlimir WorldFit þurfa að eiga kort í World Class.
"Markmið okkar í WorldFit er að mynda samfélag…
- ...þar sem góður og hvetjandi andi ríkir.
- ...þar sem fólk nýtur þess að mæta á æfingar og hefur metnað fyrir því að hreyfa sig rétt og vel.
- ...þar sem við stefnum að stöðugum framförum.
- ...þar sem okkar helsti hvati fyrir æfingum og góðu mataræði er heilbrigður lífsstíll og allir þeir kostir sem honum fylgja"