
KORTHAFAR Í BETRI STOFU fá tvo vinamiða* í Betri stofuna í hverjum mánuði. (18 ára aldurstakmark).
KORTHAFAR Í HEILSURÆKT fá tvo vinamiða* í heilsuræktina í hverjum mánuði. (13 ára aldurstakmark).
Ef keypt er árskort í Betri stofuna býðst maka uppfærsla á heilsuræktarkorti í Betri stofuna á kr. 72.590.- .
*ATH. Þegar vinamiðar eru nýttir þurfa korthafar að mæta með vini í næstu afgreiðslu. Ekki er hægt að nota vinamiða í Árbæjarlaug.
Skólakort World Class og sérkjör fyrir handhafa Bláa kortsins með afslætti
- Árskort boðgreiðslu- eða beingreiðslusamningur 8.010 kr. á mánuði í 12 mánuði.* **
- 3 mánuðir staðgreitt 33.992 kr.* **
- 9 mánuðir staðgreitt 80.495 kr.* **
- Árskort staðgreitt 91.792 kr.* **
* Gegn staðfestingu á skólavist.
** Gildir einnig fyrir handhafa Bláa kortsins frá Arion banka
World Class er aðili að frístundastyrkjum sveitarfélaganna. Mismunandi reglur gilda hjá hverju sveitarfélagi. Frístundavefur okkar sýnir aðeins þau kort/námskeið sem eru í boði fyrir hvert barn.
Öryrkjar og ellilífeyrisþegar (67 ára og eldri):
15% afsláttur af kortum gegn framvísun skírteinis.*
*Afsláttur gildir ekki af 15 skipta kortum.
25% afsláttur af árskortum og áskriftarsamningum sem veita aðgang milli kl. 08:00 - 16:00 virka daga og ótakmarkaðan aðgang um helgar.
Smáa letrið:
ÓTÍMABUNDINN SAMNINGUR: Binditími er 2 mánuðir.
Greiddur er einn mánuður og í framhaldinu gerir viðskiptavinur samning með 2 mánaða bindingu.
Greiðsla er gerð á kaupdegi. Tímabilið miðast við kaupdag hvers viðskiptavinar. Áskriftin heldur áfram þar til uppsögn berst á mínum síðum, óháð mætingu. Uppsagnafrestur er tveir mánuðir og miðast við næstu mánaðarmót frá uppsögn.
Áskriftargjaldið er innheimt út frá samnings degi með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða af bankareikningi. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu, þar til uppsögn er lögð inn með viðeigandi uppsagnarákvæði.
Takist skuldfærslan fyrir mánaðargjaldinu, berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef þrír mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangurinn ásamt því að send er önnur tilkynningu til viðskiptarvinar. Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla tekst.
World Class áskilur sér rétt til verðbreytinga. Áskriftargjald samninga getur hækkað einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun. Hækki World Class gjaldið umfram það getur áskrifandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust.
Áskriftargjald ótímabundinna samninga má hækka einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun.
SkilmálarBetri stofa- og líkamsræktarkort
Innifalið í Betri stofu- og heilsuræktarkorti eru afnot af handklæði og slopp ásamt 15% afslætti af allri þjónustu og vörum hjá Laugar Spa snyrti- og nuddstofu (gjafabréf eru undanskilin, afsláttur gildir ekki í vefverslun). Athugið að aðgangur í Betri stofuna miðast við 18 ára aldur.