Gatnaviðhald á Suðurlandsbraut

Malbikstöðin vinnur að gatnaviðhaldi á Suðurlandsbraut no. (Reykjavegur – Kringlumýrarbraut) á morgun, þriðjudaginn, 2. Júlí - EF veður leyfir.

Framkvæmdir hefjast kl. 9:00 en áætlað er að þeim ljúki um kl. 14:00 en verkið er háð verðri og gæti því riðlast aðeins.

Hjáleiðir verða um Reykjaveg og Sundlaugarveg annars vegar og Vegmúla, Ármúla og Háaleitisbraut hins vegar.