Mynd af Íris Dóra Snorradóttir
Til baka í einkaþjálfara

Íris Dóra Snorradóttir

Menntun

  • BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík
  • Einkaþjálfararéttindi frá Npti í Los Angeles
  • Meistaragráða í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst

Námskeið:

  • Dale Carnegie
  • Skyndihjálparnámskeið
  • Þjálfaranámskeið KSÍ

Sérhæfing: 

Almenn líkamsrækt, styrktarþjálfun og þolþjálfun. Allir velkomnir en ég legg áherslu á að vinna með styrktarþjálfun íþróttafólks, einstaklinga og hópa sem vilja ná lengra í sinni íþrótt.  Semsagt þá sem vilja tileinka sér hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl, fólk sem á bakgrunn í íþróttum eða er vant því að hreyfa sig, en vilja bæta líkamlegt form eða hvert sem markmiðið er. 

Æfingarnar hjá mér eru fjölbreyttar og árangursríkar. Þjálfunin er sérsniðin eftir hverjum og einum eftir því hvert markmið einstaklingsins er. Dæmi um markmið gæti verið að bæta sig í sinni íþrótt, styrkjast, léttast þyngjast og/eða bæta þol. Ég tek að mér einka-og hópþjálfun. Ég get einnig útbúið hlaupaprógram.

Reynsla: 

Ég hef stundað íþróttir nánast alla mína tíð. Ég spilaði fótbolta í 16 ár. Eftir að ég hætti að spila fór ég að stunda hlaup og æfi nú frjálsar íþróttir með FH. Ég hef alltaf stundað styrktaræfingar með íþróttunum. Ég stunda hlaup allt frá 800m á braut upp í hálfmaraþon og hef náð góðum árangri í hlaupum. Ég keppti með landsliðinu  Íslands í hlaupum í Noregi í nóvember árið 2022 og í janúar árið 2023 var ég hópi 7 hlaupakvenna sem voru tilnefndar sem langhlaupari ársins 2022. Í febrúar 2023 varð ég Íslandsmeistari í 3000m hlaupi á Íslandsmótinu innanhús og sumarið 2022 varð ég í 2.sæti í Íslandsmótinu í hálfmaraþoni. Í ágúst 2022 bætti ég tímann minn enn frekar í hálfmaraþoni og komst á topp 10 lista yfir bestu hálfmaraþontíma kvenna á Íslandi frá upphafi.

Áhugamál: Mín helstu áhugamál eru hlaup, hreyfing, ferðast, vinir

Uppáhalds matur: Pizza, sushi, lamb, naut og með því

Uppáhalds tónlist: Mismunandi en helst eitthvað fjörugt

Guilty pleasure: Próteinstykki og Nocco