Mynd af Guðmundur Emil Jóhannsson
Til baka í einkaþjálfara

Guðmundur Emil Jóhannsson

Ég er ferskur og nýr einkaþjálfari með mikinn metnað fyrir því að þú náir þeim árangri sem þú vilt án öfga.

Menntun

  • World Class Einkaþjalfaraskoli
  • Precision Nutrition Level 1
  • ISSA Strength & Conditioning

Sérhæfing

Ég legg áherslu á að allir nái sínum markmiðum með skemmtilegum æfingum, hvort sem það er að;

  • Bæta heilsuna
  • Komast í góða rútínu
  • Verða sterkari
  • Skera niður óþarfa fitu
  • Bæta vöðvamassa
  • Hvort sem það er eitt eða allt

Ég vill að allir framkvæmi æfingarnar rétt og í núvitund við líkamann(Mind to Muscle Connection), lyftingarform skiptir máli og er mikilvægt að við hlustum á líkamann þinn. Gerum þetta rétt, fyrirbyggjum meiðsli og styrkjum rétt. 

Þetta er ekki flókið. Við tökum erfiðar æfingar sérsniðnar að þínum líkama og eftir æfingu ert þú til í daginn, heilbrigð sál í hraustum líkama.

Um mig:

Var markmaður í fótbolta en hætti snemma, enda tók ástríða mín fyrir lyftingum og þolþjálfun yfir.

Reykjavíkurmaraþon 2019 42km. 

4 klukkutímar og 4 mínútur.

Keppti á fitness-móti 2016 en núna finnst mér gaman að lyfta þungt og styrkja líkamann, á skynsamlegan en skemmtilegan hátt. Þetta geri ég fyrst og fremst með það að leiðarljósi að líða vel í eigin skinni en um leið skemmir ekki fyrir að maður lítur betur út. 

Ég hef alltaf elskað mat. Þegar ég var yngri elskaði ég hann of mikið en smátt og smátt lærði ég að fá frekar sem besta næringu úr honum og láta matinn þannig hjálpa mér að verða einbeittari og orkumeiri. Ég get kennt þér það sama. 

Ætli uppáhalds maturinn minn sé ekki nautakjöt með kartöflum og bernaise. Góður fiskur kemur líka sterkur inn, burger og einstaka súrdeigspizza.

Markmið mitt er að hjálpa þér. Þú kynnir markmið þín fyrir mér (og ég hjálpa þér að móta þau ef þurfa þykir) og síðan legg ég mig 120% fram við að láta þetta drauma þína rætast í líkamsrækt. Hingað til hefur þetta borið árangur. Þú getur því treyst mér.

Áhugamál

Heilsa, líkamsrækt, næring og auðvitað enski boltinn. Sömuleiðis tónlist.
Hlusta á alla tónlist. Sérstaklega íslenska.