Karfan þín

*Athugið að tækjasalur lokar 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.

World Class við Strandgötu á Akureyri er ein stærsta líkamsræktarstöðin á landsbyggðinni og glæsileg í alla staði. Húsið er byggt út í sjó og er útsýnið því mikið og fallegt. Það er 1500 m2 að stærð og öllum þægindum búið.  Mikið var lagt upp úr hönnun hússins og var innanhússhönnun í höndum þeirra Fanneyjar Hauksdóttur og Margrétar Jónsdóttur.

Tækjasalurinn er rúmgóður og bjartur. Útsýni úr salnum er stórfenglegt, vaðlaheiðin blasir við og Eyjafjörðurinn í allri sinni dýrð. Öll líkamsræktar- og upphitunartæki eru af nýjustu gerð frá Life Fitness og góður teygjusalur er á efri hæð hússins.

Þolfimitímar eru alla daga, tímar fyrir vinnu/skóla, morguntímar, hádegistímar og mikið úrval tíma alla seinniparta ásamt flottum tímum um helgar.

Reglulega er boðið upp á lokuð námskeið, námskeið fyrir konur - BETRA FORM, Karlaþrek og unglinganámskeið, foam flex námskeið, yoganámskeið o.fl. Tímataflan okkar kemur til móts við mismunandi þarfir viðskiptavina, hvort sem þú ert að leggja áherslu á liðleika, styrk, brennslu, erfiða tíma eða sitt lítið af hverju þá ættir þú að geta fundið það hjá okkur. Mjög hefur færst í vöxt að fólk komi í einkaþjálfun. Einkaþjálfararnir okkar eru vel menntaðir og leggja mikla áherslu á vandaða og góða þjálfun.

Búningsklefar eru rúmgóðir. Góð snyrtiaðstaða er og skápar stórir og þæginlegir. Hægt er að kaupa lása í afgreiðslu Átaks. Í búningsklefum er vatnsgufubað og góðar sturtur. Úr búningsklefum er síðan gengið upp á þak hússins til að komast í heitan pott, þar sem glæsilegt útsýni er í allar áttir.

Heiti potturinn hefur vakið mikla lukku og er mikið notaður af viðskiptavinum okkar. Gott er að hvíla lúin bein og liðka vöðvana að æfingu lokinni. Potturinn er einnig mikið notaður af hópum sem koma til æfinga og/eða í Aqua Spa, nudd- og snyrtistofu okkar.

Aðgangur að barnahorni er viðskiptavinum World Class í boði þeim að kostnaðarlausu. Barnahornið er einungis ætlað fyrir eldri börn sem mögulegt er að skilja eftir ein án eftirlits í skamman tíma.

Korthafar hafa aðgang að öllum 18 stöðvum World Class ásamt aðgangi að 8 sundlaugum (Árbæjarlaug, Laugardalslaug, Seltjarnarneslaug, Lágafellslaug, Breiðholtslaug, Sundhöll Selfoss, Sundlaugin Hellu & Sundlaug Akureyrar).

EINKAÞJÁLFARAR Í WORLD CLASS STRANDGÖTU

Gunnar Stefán Pétursson

gspthjalfun@gmail.com

6645929

Karen Ósk Jónsdóttir

koskjonsdottir@gmail.com

7782806

Margrét Kristín Karlsdóttir

margretkristin90@gmail.com

8675082

*Athugið að tækjasalur lokar 30 mínútum fyrir auglýstan lokunartíma.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar