WCBA opnar í World Class Breiðholti 12.Janúar, skráning opnar milli jóla og nýars á fjölbreytt úrval fyrir fólk á öllum aldri.

Hvað er World Class Boxing Academy?

Okkar áherslur

Nýverið gengu World Class og Hnefaleikafélag Reykjavíkur í samstarf og er til húsa á efri hæðinni í Gömlu Kringlunni. Auðvelt er að segja að það sé allt til alls og nóg pláss.

Boðið verður upp á fjölbreytt úrval tíma. En þeir eru Unglingabox fyrri 13-16 ára (Grunnnámskeiði og Framhaldstíma), Box fyrir 17 ára og eldri (Grunn og Framhaldstíma) og Keppnishópa.

Einnig er boðið upp á svokallaða Boxing Conditioning og BoxFit en þeir tímar eru einu tímarnir sem krefjast engrar tæknikunnáttu og óþarft að klára grunnnámskeið til að taka þátt í. Þegar húsið er opið og engir tímar í gangi í töflu er frjálst að mæta og taka æfingu í aðstöðunni en mikil áhersla er lögð á að reglum sé fylgt.

Kennt er eftir miklu og góðu agakerfi sem hefur reynst mjög vel hjá þjálfurum undanfarin ár og skilað miklum árangri en markmið þjálfunarinnar er mikil blanda þess að móta sterka boxara en á sama tíma byggja upp sterka einstaklinga. Mikil áhersla er á öryggi og allt á æfingum framkvæmt undir miklu eftirliti.

Boxing Academy þjálfarar

Davíð Rúnar er yfirþjálfari WCBA en hann er einn reyndasti hnefaleikakennari landsins með yfir 17 ára reynslu úr greininni bæði sem keppandi og kennari. Þórarinn Hjartarson er aðstoðaryfirþjálfari með meira en áratuga reynslu í greininni með góðum árangri.