Nýtt tónlistarverk í Laugar Spa

Samstarfsverkefni tónlistarmannsins Högna Egilsonar og Laugar Spa 


Verk sem ber heitið Strengir er sérstaklega samið fyrir Baðstofuna í Laugum
.

Hljóðheimur sem andar með vatninu, gufunni og kyrðinni sem þar ríkir.
 Verkið hvetur fólk til að draga andann dýpra og vera í núinu.
 Það er 15 mínútur að lengd og verður frumflutt í Baðstofunni fimmtudaginn 29.janúar.

Verkið verður spilað á 90 mínútna fresti næstu vikur svo að flestir gestir Baðstofunnar geti notið þess. 


Tónverkið er fyrsta skref í uppfærslu á upplifun í Laugar Spa.