Mynd af Eyþór Ingólfsson Melsteð
Til baka í einkaþjálfara

Eyþór Ingólfsson Melsteð

Menntun: 

EMT basic

KVAN leiðtoganámskeið

 

Sérhæfing:

Ég hef mikla þekkingu og reynslu þegar kemur að því að taka sem allra mest út úr skrokknum hvað varðar styrk, stærð og úthald. En einnig hef ég mikinn áhuga á almennri heilsu og langlífi. Ég hef áhuga á og hef gaman af því vinna með öllum á hvaða aldri sem er, mæta fólki á þeim stað sem það er og hjálpa því að komast nær sínum markmiðum.

 

Áhugamál:

Líkamsrækt hefur átt allan minn hug síðan ég byrjaði að lyfta 12 ára gamall. Ég hef keppt í fitness en stærstan hluta af mínum íþróttamannaferli var ég í aflraunum. Ég hef unnið flest íslensk aflraunamót en einnig hef ég keppt fjórum sinnum á sterkasti

maður heims og farið í úrslit tvisvar sinnum. Einnig hef ég keppt oftar en einusinni á sterkasti maður evrópu með góðum árangri, rogue invitational og fleiri stórmótum á þessu sviði.

Ég er mikill bíla og tækjamaður en ég keppi reglulega í kvartmílu og nýt þess mikið að vinna í og smíða tæki og tól.

Ég á yndislega konu og dóttir sem að ég elska að eyða tíma með

 

Uppáhalds matur:

Ég elska góða steik en pizza á alltaf sér stað í hjarta mínu

 

Guilty pleasure:

Gera og fara allt í inniskóm