
DWC Danskeppni
- Vönduð kennsla og fræðsla.
- Aðgangur að öllum opnum tímum á öllum stöðvum World Class.
- Aðgangur að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Breiðholtslaug, Árbæjarlaug, Lágafellslaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akureyrar, Sundhöll Selfoss og Vestmannaeyjar.
- 10% afsláttur af öllum vörum og þjónustu snyrti- og nuddstofunnar Laugar Spa og Aqua Spa.
- 20% afsláttur af stökum degi/skipti í Betri stofuna.
DANCEOFF DANSKEPPNI
DANCEOFF í Tjarnarbíó, laugardaginn 25. október. Danskeppni fyrir nemendur DWC.
Keppt er til verðlauna í tveimur flokkum:
Einstaklingskeppni (Solo)
Hópakeppni (2-8 manns í hóp)
Nemendum er að sjálfsögðu leyfilegt að keppa í báðum flokkum.
ATRIÐI
Nemendur sýna frumsaminn dans og sjá alfarið um alla þá þætti sem snúa að því að koma fram með fullbúið dansatriði. Þeirra eigin sköpun. Hér er átt við alla umgjörð dansatriðisins, s.s. hugmyndavinnu, tónlist, útlit og klæðnað.
MARKMIÐ
Hvetja nemendur til þess að setja saman og koma fram með sína eigin kóreógrafíu, hvort sem það er solo dans eða í hópakeppni. Með þessu móti öðlast dansarar aukinn þroska sem listamenn og hugmyndasmiðir og víkka sjóndeildarhringinn í leiðinni. Þetta er hollt og hvetjandi fyrir alla dansara.
FYRIRKOMULAG
Keppt er í einstaklings- og hópakeppni (sami einstaklingur getur tekið þátt bæði í einstaklings- og hópakeppni)
Í hópakeppni eru 2-8 manns saman í hóp. Atriði verður að vera frumsamið af nemendum.
LENGD ATRIÐA
Einstaklings (Solo): 75-90 sekúndur
Hópur: 90-120 sekúndur
Í hópakeppni eru 2-8 manns saman í hóp.
SKRÁNING
Skráning er hafin og henni lýkur föstudaginn 17. október á miðnætti.
Tónlist og öllum öðrum upplýsingum þarf að skila inn fyrir miðnætti, þriðjudaginn 21. mars.
SKIL Á GÖGNUM
Skila þarf öllum gögnum á netfangið dwc@worldclass.is.
Tónlist skal skila á .mp3 eða .wav format-i. Engu öðru format-i.
SKRÁNINGARGJALD
4.000 kr. fyrir hvern einstakling í einstaklingskeppni (solo).
4.500 kr. fyrir hvern einstakling í hópakeppni.
Ef einstaklingur ætlar sér að taka þátt í báðum flokkum, þ.e. einstaklings- og hópakeppni, þá þarf að greiða skráningargjald í báða flokka.
Skráning er bindandi og skráningargjald fæst ekki endurgreitt.