Mynd af Anna Claessen
Til baka í einkaþjálfara

Anna Claessen

Menntun:
- Einkaþjálfaraskóli World Class og Absolute Training Kennaranám 
- Hot Yoga kennaranám, Yin Yoga, Yoga Nidra, Reiki, Gong og Bandvefslosun
- ACC vottaður markþjálfi, auk hamingju-, meðvirkni- og sambandsmarkþjálfun 
- NLP, HAM (CBT). DBT, Gestalt og RTT meðferðardáleiðsla 
- AquaZumba, Zumba Gold, Zumbini, Zumba Kids, Toning, Sentao, Strong og Jallabina

Námskeið:
- Skyndihjálp Rauða Krossins
- Dale Carnegie, Optimized Performance, Ég elska mig, meðvirkni og Mátt Athyglinnar námskeið. 

Reynsla:
Hef til fjölda ára unnið í sjálfri mér á mörgum sviðum tengt líkamlegri og andlegri heilsu. Er ACC vottaður markþjálfi, svo hef hjálpað fólki við markmiðasetningu og andlega heilsu í mörg ár. Hef kennt dans og líkamsræktartíma frá 16 ára aldri hérlendis og erlendis.

Sérhæfing: 
Byrjendur, þeir sem eru hræddir við tækjasalinn og þurfa aðstoð, eða fólk sem er að koma sér aftur í ræktina. Sérstaklega kulnun, enda lenti í því sjálf og þekki hve mikla orku það tekur bara að koma sér á fætur. Þunglyndi, kvíði eða aðrir andlegir erfiðleikar að stoppa þig? Líkamsræktin eykur vellíðan svo hvet þig til að mæta. Hef sjálf átt við kvíða og þunglyndi svo sýni því skilning og hvet þig áfram á jákvæðan hátt. 

Við vinnum með hvar þú ert núna og að elska ferðalagið.
Hlakka til að mæta í ræktina og gera fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem styrkja og liðka. Vinnum í andlegri og líkamlegri heilsu.

Meðmæli:

"Ég gæti ekki hafa fengið betri þjálfara en Önnu. Ég finn mikinn mun á mér líkamlega jafnt sem andlega og að taka tillit til andlegu hliðarinnar er eitthvað sem mér finnst mjög mikilvægt hjá þjálfara. Anna fór vel yfir öll tækin með mér og við fundum saman góðar æfingar og teygjur sem hentuðu mér fullkomlega. Ég hef verið í langan tíma að ströggla við þunglyndi og félagskvíða og ég hef aldrei fundið neinn þjálfara sem sýndi því jafn mikinn skilning og Anna gerði. Hún hafði mikla trú á mér og ég fann hvað hún vildi gera allt til þess að ég næði árangri og að mér sjálfri liði vel.Ég fann að gat treyst henni og finnst ég þess vegna hafa náð enn betri árangri en ég bjóst við og líka á svona stuttum tíma.“ G.R. Strom

“Hún Anna er svo ótrúlega hvetjandi og mikill stuðningur, passaði alltaf upp á að ég væri að gera mitt besta án þess að slasa mig eða gera gömul meiðsl verri, ég náði að vinna upp svo mikinn styrk þar sem ég hreinlega hélt að ég gæti það ekki vegna meiðsla. Einnig er þjálfunin hennar mjög heildstæð og fókusar ekki bara á líkamlega heilsu heldur einnig andlega heilsu!” Gabríela Auður

“Hún var alltaf mjög orkurík og tilbúin að tala um allt milli himins og jarðar, ef hún var að takast á við nýtt verkefni þá gerði hún alltaf heimavinnuna sína og vann mjög hart að manni liði vel hjá sér.” Jakob Fjólar

Býð upp á:

  • Einkaþjálfun
  • Hópþjálfun
  • Markþjálfun
  • Dáleiðslu

Get þjálfað á íslensku og ensku.