Mynd af Malín Agla Kristjánsdóttir
Til baka í einkaþjálfara

Malín Agla Kristjánsdóttir

Menntun: 

  • Einkaþjálfararéttindi frá International Sports Science Association (2020)

Sérhæfing: Almenn líkamsrækt, styrktarþjálfun og þolþjálfun. Í þjálfuninni minni legg ég áherslu á að rækta líkamlega sem og andlega heilsu. Ég vil hjálpa öðrum að gera hreyfingu að ómissandi hluta af deginum og bæta lífsgæði sín til hins betra með heilbrigðum lífsstíl. Ég vinn út frá markmiðum hvers og eins með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum og einblíni á að einstaklingurinn öðlist aukið þol og styrk.
Ég býð upp á einka- og hópaþjálfun með mataráætlun, æfingaráætlun og mælingum.

Reynsla: Ég hef verið í íþróttum allt mitt líf. Ég var í samkvæmisdansi í 16 ár og æfði einnig listskauta á mínum yngri árum. Keppnisskapið hefur alltaf verið mikið og eftir að ég hætti í dansinum fann ég mig í líkamsræktarsalnum. Ég hef stundað almenna líkamsrækt í að verða 5 ár núna og finnst mér ekkert skemmtilegra en að taka góða æfingu, hvort sem það er lyftingaræfing eða góður göngutúr eða hlaup.

Áhugamál: Mín helstu áhugamál eru líkamsrækt, dans, tónlist, vinir og svo auðvitað að eyða tíma með dóttur minni og manni.

Uppáhalds matur: Ítalskur matur. Gæti borðað pasta í öll mál!

Uppáhalds tónlist: Er með svo fjölbreyttan tónlistarsmekk að ég get ekki nefnt eitt! Ætla þó að segja að Bítlarnir verða örugglega alltaf á toppnum.

Guilty pleasure: Bakarísmatur

Ef þú hefur áhuga á að æfa annarsstaðar en í Laugum er ekkert mál að græja það.