Mynd af Friðrik Agni Árnason
Til baka í einkaþjálfara

Friðrik Agni Árnason

Menntun:

  • Einkaþjálfaranám og skyndihjálp frá ISSA International Sports Sciences Association
  • Zumba og Jallabina Workout kennararéttindi
  • NLP Markþjálfun hjá Auspicium Coaching, Hamingjumarkþjálfun frá Transformation Academy
  • Önnur menntun: 
  • MA í menningarstjórnun og BA í listrænni stjórnun

Reynsla:

Ég hef áratuga reynslu sem dansari bæði á keppnis og sýningargólfum/sviðum af ýmsu tagi. Ég var keppnismaður í samkvæmisdönsum áður en ég fór og notaði dansinn meira sem hópeflingu, skemmtun og þjálfun. Hef kennt hóptíma í World Class á Íslandi og í Svíþjóð síðan 2012. Sjálfsrækt er stórt áhugamál hjá mér sem ég hef sinnt af miklum áhuga undanfarin tíu ár og sótt hin ýmsu námskeið í þeim efnum og einnig haldið fyrirlestra og stýrt hlaðvörpum þar sem andleg heilsa er í brennidepli. Ég hef skilning á uppgjöf, kvíða, þunglyndi og alvarlegum afleiðingum áfalla vegna þess ég hef þurft að vinna mig í gegnum þau sjálfur. Og geri enn. Líkamleg og andleg heilsa helst 100% í hendur og þannig vil ég einnig tækla þjálfunina með mínum kúnnum.

Sérhæfing:

*Ath. ég býð upp á þjálfun á íslensku og ensku / I coach in Icelandic and English.

Fjölbreyttar æfingar sem auka liðleika, styrk, þol og jafnvægi líkamans. Tæklum einnig daglegar venjur sem snúa hugarfari, svefn og næringu. Ég sérhæfi mig sérstaklega í að vinna með fólki sem er að byrja í fyrsta sinn í ræktinni og vantar góða handleiðslu inn í að koma hreyfingu inn í lífstílinn og einnig þá sem eru að koma sér aftur af stað eftir hlé eða jafnvel eftir einhverskonar veikindi. Ef þú ert fyrrum keppnismanneskja þá tengi ég. Við þurfum oft að gefa okkur tíma til að átta okkur hvar líkami okkar er staddur í dag og ekki pressa á hann út frá fyrri getu þegar líkami okkar var yngri með annarskonar kraft. Ég vil vera þín klappstýra og vinurinn sem kemur þér af stað. Ýmsar þjálfunarleiðir í boði hjá mér. Hafið endilega samband og við finnum ÞÍNA EIGIN LEIÐ.

 

  • Einkaþjálfun 
  • Markþjálfun
  • Vinaþjálfun (2 - 3 saman)

 

Meðmæli kúnna:

Friðrik Agni er mjög svo heillandi karakter og ber með sér afar mikinn sjarma, hann er ótrúlegur dansari sem færir svo mikla orku og gleði í hóptímunum sínum. Sem einkaþjálfari skína þessir eiginleikar einnig í gegn og hann færir kúnnanum það besta af sér og lætur manni líða sérstökum og séðum. Hann er fagmaður út í gegn sem skarar fram úr í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. - Gulla

Frikki er geggjaður einkaþjálfari, markviss, fyndinn sem veit nákvæmlega hvað hann gerir og þess vegna er hann traustur líka. Ég er búinn að æfa með honum síðan í byrjun september og mér hefur aldrei liðið betur á ævinni. Hann er líka mjög jákvæður og hvetjandi! - Jakub

Best að heyra í mér varðandi tíma og fyrirkomulag í fridrikagni@gmail.com eða í síma 8651357.