Karfan þín

Menntun og reynsla:
Styrktarþjálfari meistaraflokks karla og kvenna í fótbolta hjá Fram tímabilið 2022.
B.S. í Íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands 2022.
Performance PT Coach Level 2.
Performance Nutrition Coach Level 1.
Strength System International Level 1.
 
Sérhæfing: 
Ég þarf ekki að finna upp hjólið, enda er búið að rannsaka flestallt og búið að finna hvað virkar best. Ég bæði fylgist með nýjustu rannsóknum og veit hvernig líkaminn virkar. Sumt er betra en annað og við eyðum ekki tíma í æfingar sem skila okkur engum árangri.
Að því sögðu sérhæfi ég mig í æfingum sem auka sprengikraft, snerpu og eru meiðslafyrirbyggjandi. Þar legg ég áherslu á ökkla, mjaðmir og hné og vöðvana í kringum þá líkamshluta.
Hef unnið með einstaklingum sem eru að stíga sín fyrstu skref í ræktinni allt að íþróttamönnum sem eru að spila á hæsta stigi í þeirri íþrótt sem þau stunda.
Sama hvert markmiðið er þá hefur menntun mín og reynsla kennt mér þær aðferðir sem bestar eru til þess að bæta heilsu, verða sterkari, byggja vöðva, skera niður fitu eða komast í góða rútínu.
Er einnig með reynslu af því að þjálfa fólk með fötlun.
 
Um mig:
Hef verið að lyfta frá 2011, með misgóðum árangri. Það var ekki fyrr en 2019, árið sem ég byrjaði í íþrótta- og heilsufræði, að ég setti mér markmið að mæta 200 sinnum í ræktina yfir árið. Það endaði í 248 skiptum og þá byrjaði boltinn að rúlla. 
Í byrjun 2021 byrjaði ég að þjálfa vini og félaga til að athuga hvort að mér fyndist það jafn gaman og að lyfta sjálfur. Það er nefnilega alls ekki það sama að þjálfa aðra og æfa sjálfur. En að þjálfa fannst mér næstum því jafn gaman og að æfa, og þá vissi ég að ég vildi byrja að þjálfa einstaklinga. Veturinn 2021 varð ég svo styrktarþjálfari hjá Fram, hjá bæði meistaraflokki karla og kvenna í fótbolta.
 
Markmiðið mitt er að hjálpa þér að ná markmiðunum þínum og sleppa því að gera sömu mistök ég og flestir sem byrja sjálfir í ræktinni án aðstoðar, gera þegar ég byrjaði fyrst að hreyfa mig.
 
Áhugamál: 
Það væri erfitt að vinna við að þjálfa aðra ef áhugamálin væru ekki hreyfing af flestu tagi og næring. Elska líka að hlusta á podcast frá aðilum sem eru færari en ég um mannslíkamann og þannig. En á kvöldin, ef ég er ekki að renna yfir áhugaverðar rannsóknir eða fara yfir prógröm er þó fátt betra en að horfa á góða bíómynd eða þætti.
 
Uppáhalds matur:
Ribeye með béarnaise sósu, ein stór bökuð kartafla með nóg af smjöri, hvítlauk og salti.
 
Þjálfar í/á:
Laugum eins og er. Opinn fyrir því að þjálfa á flestum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar