Karfan þín

4 vikna Netþjálfunarprógram : BODYWEIGHT by Birgitta hjá Netþjálfun World Class.

Þegar þú kaupir aðgang að þessu prógrami færð þú innan sólarhrings sendan aðgang að prógraminu, download link að appi í símann sem og link að heimasíðu þar sem að þú getur keyrt prógramið í gegn. Þinn aðgangur að prógraminu miðast við einn notanda og er virkur í fjórar vikur frá því að þú kaupir.*

Allar upplýsingar sem þú þarft til að geta hafist handa og allt sem þú þarft að vita er að finna í prógraminu.

Myndbönd eru af öllum æfingum og leiðbeiningar um framkvæmd æfinganna fylgja einnig með hverri æfingu inni í prógraminu.

Frá þjálfara:

Prógramið BODYWEIGHT by Birgitta er einsog nafnið gefur til kynna æfingaprógram sett saman af mér, Birgittu Líf, þar sem einungis er unnið með líkamsþyngd og því tæki og tól óþörf. Ef þú hefur aðgang að lóðum, ketilbjöllu, teygjum eða öðrum æfingatækjum þá er alltaf hægt að gera æfingarnar meira krefjandi með því að bæta því við en það er algjörlega valkvætt.

BODYWEIGHT samanstendur af fimm mismunandi æfingum og hefur þú aðgang að prógraminu í appinu í 4 vikur. Æfingarnar eru alltaf settar upp sem: upphitun – wod - cardio. Æfingarnar eru allar þannig að þú getur gert þær nokkuð þægilega en þú getur líka gert þær mjög krefjandi, bæði með því að fara hraðar, bæta við lóðum/einhverskonar þyngd, taka cardioæfingarnar o.s.frv. Þú getur púslað þessu alveg eftir þínu höfði.

Um þjálfara: Birgitta Líf hefur lokið prófi í einkaþjálfun frá Einkaþjálfaraskóla World Class, setið námskeið í CrossFit þjálfun sem og sótt fjöldan allan af námskeiðum tengdum heilbrigðu líferni og hreyfingu. Birgitta Líf hefur stundað dans og aðrar íþróttir frá þriggja ára aldri og almenna líkamsrækt frá unglingsaldri. Hún hefur mikinn áhuga á heilbrigðum lífsstíl og er dugleg að sýna frá æfingum og öðru því tengdu á sínum samfélagsmiðlum.

*Allt efni er skráð í eigu Netþjálfun World Class. Verði einhver uppvís að fjölföldun, misnotkun eða deilingu á efni Netþjálfunar á einhvern hátt varðar það viðurlögum.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar