Um World Class MMA
World Class MMA Býður upp á margvíslegar bardagaíþróttir fyrir alla óháð aldri, getu og líkamlegu formi. Boðið er uppá opna tíma fyrir þá sem hafa grunn og lokuð byrjendanámskeið fyrir þá sem eru að hefja sína vegferð. Eina undantekningin er Fitness Kickbox og BJJ 101 (opinn) sem krefst engrar fyrri reynslu.
Að æfa bardagaíþróttir býður ekki einungis uppá líkamlegan ávinning heldur einnig andlegan að margþættu leyti. Mætti þar nefna streitulosun, getan til að vera í núinu, geta gleymt sér í leik, aukin geta til að geta varið sig og aukið sjálfstraust svo fátt eitt sé nefnt.
Æft er í heimsklassa aðstöðu undir handleiðslu atvinnumanna á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði.
Lögð er rík áhersla á að bjóða upp á öruggt æfingarumhverfi þar sem allir geta æft á eigin forsendum á eigin hraða. Boðið er upp á unglingastarf fyrir börn á aldrinum 13-16 ára.
Meðlimir þurfa að hafa lokið MMA grunnnámskeiði eða sambærilegu námskeiði. Vikukort veitir aðgang í MMA tíma, WorldFit tíma ásamt World Class korti.
Aðgangur að WorldFit fylgir með öllum kortum WC MMA ( að loknu WorldFit grunnnámskeiði eða sambærilegum grunni )
Vinsamlegast athugið að meðlimir MMA skulu eiga kort í World Class.
Kaupa kortÞjálfararÞjálfarar MMA
Tímar
Þeir sem hafa grunn í MMA bardagaíþróttum hafa aðgang að opnum tímum World Class MMA. Boðið er upp á 6 mismunandi tíma. Þeir eru Nogi, BJJ, Kickbox, Fitness Kickbox, BJJ for MMA og MMA Striking.
Um helgar er opin dýna. Til að kaupa aðgang að opnum tímum þarf að vera búið að ljúka grunnnámskeiði eða sambærilegu námskeiði fyrir utan Fitness Kickbox og BJJ (Opinn).
Sjá NánarTímataflaGrunnnámskeið
Til að gerast meðlimur í World Class MMA og hafa aðgang að tímum þarf að ljúka grunnnámskeiði (undantekning: Fitness Kickbox og BJJ 101 (opinn)). Grunnnámskeiðin eru ein vika og svo virkjast mánaðarkort í WCMMA í framhaldi af því.
BJJ 101 - Án galla
Uppgjafarglíma án galla. Meginfókus er á gólfglímu en einnig er farið yfir standandi glímu.
Sjá næsta námskeiðMMA Unglingar
Hægt er að mæta ýmist í BJJ og/eða Kickbox
BJJ: Brasilískt Jiu Jitsu án galla (æft í stutt/síðbuxum og stutt/langerma bol)
Meginfókus er á gólfglímu en einnig er farið í standandi glímu. Farið er yfir armlása, fótalása, köst, fastatök og einnig hvernig skal sleppa úr krefjandi stöðum svo fátt eitt sé nefnt.
Kickbox: Grunnatriði kickboxs, farið er yfir kýlingar, spörk, hné, olnboga, fótavinnu, fléttur, varnir og sóknir
Kaupa kortFrístundastyrkur
Til að nýta frístundastyrkinn þarf kort að vera í 3 mánuði eða lengra tímabil (samningurinn er bundinn í lágmark 3 mánuði).
Hafnarfjörður – versla þarf kort í afgreiðslunni og fá kvittun, fara inná mínar síður á Hafnarfjordur.is í umsóknir og sækja um frístundastyrk.
Önnur bæjarfélög greiða hér