Hvað er World Class MMA?

Okkar áherslur

Markmið okkar er að veita skipulagðar æfingar með færum þjálfurum, kenna bardagaíþróttir í vernduðu umhverfi þar sem fólki líður vel og fá nemendur til að vinna saman svo allir geti bætt sig. Starfsemin er nú flutt í glæsilega aðstöðu í Kringlunni 1. Fyrir Spurningar endilega hafið samband á mma@worldclass.is.

  • ENGLISH
    We aim to provide classes organized with competent trainers and teach martial arts in a safe environment where everybody feels good and works together to improve themselves. The operations have now been moved first class facility at Kringlun 1 

MMA þjálfarar

Rétta kortið fyrir þig

Fyrir byrjendur

Til að gerast meðlimur í World Class MMA og hafa aðgang að tímum þarf að ljúka grunnnámskeiði í þeirri grein sem við á eða hafa lokið sambærilegu námskeiði. Grunnnámskeiðin hjá World Class MMA eru tveir tímar á viku í þrjár vikur og fylgir ein frí vika með í opna tíma eftir það.

  •  On the beginners course, you will learn the fundamentals, the length of the course is three weeks and you will get one week free of charge after the course that grants you access to the open classes.

Frír prufutími er í boði fyrir alla.

Grunnnámskeið

MMA

Fullorðnir meðlimir MMA þurfa að eiga kort í World Class.

    Tímar í MMA

    Þeir sem hafa lokið grunnnámskeiði eða sambærilegu námskeiði hafa aðgang að opnum tímum World Class MMA. Boðið er upp á MMA, Nogi (Brasilískt Jiu-Jitsu) og Kickbox. Það má alltaf koma og prufa ef þú ert búin með 101 annars staðar eða með reynslu í bardagaíþróttum þá er þér velkomið að taka prufutíma, einn frír Jiu Jitsu (Nogi) og einn frír Kickbox. Annars mælum við eindregið með byrjendanámskeiðunum fyrir þá sem eru nýjir í heimi bardagaíþrótta.

    MMA

    MMA (Mixed Martial Arts) stendur fyrir blandaðar bardagaíþróttir, þar er öllu því helsta úr mismunandi bardagaíþróttum blandað saman í einn heildarpakka sem samanstendur af höggum, spörkum, fellum, lásum, högg á gólfinu, verjast standandi og á gólfinu. MMA er ein mest vaxandi sport á jörðinni.

    Brazilian Jiu-Jitsu NoGi

    Nogi er brasilískt Jiu Jitsu án galla þar sem lögð er áhersla á að stjórna andstæðinginum í gólfinu. Skemmtileg íþrótt, góð sjálfsvörn, áhrifarík (virkar), góð líkamsrækt, heilaleikfimi, lærir góða líkamsbeitingu ásamt því að vera lifandi hugleiðsla. (erfitt að vera ekki í núinu) Lærir að verja þig í slæmum stöðum, fellur, hálstök, handalása og fótalása.

    Kickbox

    Í kickboxi er áherslan lögð á standandi viðureign, þar sem þú lærir að kýla, sparka, fótavinnu, verjast höggum og spörkum, fléttur, hnéspörk og olnbogahögg. Kickbox er einnig góð líkamsrækt þar sem þú færð góða útrás, æft er með lifandi mótspyrnu, áhrifaríkt, byggir upp þol og lærir góða líkamsbeitingu.

    Verðskrá fyrir fullorðna

    Kort og áskriftir

    Til að skrá sig í MMA þarf að hafa lokið grunnnámskeiði. Einnig þurfa fullorðnir iðkendurkort að vera korthafar í World Class og greiða aukalega fyrir World Class MMA. World Class MMA kort veitir aðgang að tímum WorldFit og Boxing Academy.

      WCMMA býður upp á bardagaíþróttir fyrir alla á leiðandi verði í öruggu umhverfi undir handleiðslu fagmanna.

      Svör við algengum spurningum

      • Það veltur á hvaða bardagaíþrótt á við, ef að þú hefur verið í greinum eins og Muay Thai eða Kickboxi áður þá getur þú mætt beint í framhaldstíma í Kickboxi en þarft að mæta á grunnnámskeið í BJJ áður en þú mætir í framhaldstíma í BJJ. Eins ef að þú hefur verið í BJJ eða sambærilegu áður þá þarft þú að klára grunnnámskeið í Kickboxi til að geta mætt í framhaldstíma þar. Annars er mjög gott að senda bara tölvupóst á mma@worldclass.is með slíkum fyrirspurnum eða mæta bara til okkar upp í Kringluna eitt og ræða við Árna yfirþjálfara.