29. desember 2017

World Class hefur keypt heilsuræktarstöðvar Átaks á Akureyri. Fyrst um sinn verður Átak rekið með sama sniði og starfsfólki og verið hefur. Verðskrár verða samræmdar en það þýðir töluverð lækkun fyrir viðskiptavini á Akureyri. Þá munu kort World Class og Átaks gilda bæði á Akureyri og öðrum stöðvum World Class.

 

ÁTAK HEILSURÆKT VIÐ STRANDGÖTU OG ÁTAK HEILSURÆKT VIÐ SKÓLASTÍG

Átak v. Strandgötu er ein stærsta líkamsræktarstöðin á landsbyggðinni og glæsileg í alla staði. Húsið er byggt út í sjó og er útsýnið því mikið og fallegt. H Það er 1500fm að stærð og öllum þægindum búið.  Mikið var lagt upp úr hönnun hússins og var innanhússhönnun í höndum þeirra Fanneyjar Hauksdóttur og Margrétar Jónsdóttur.

Tækjasalurinn er rúmgóður og bjartur. Útsýni úr salnum er stórfenglegt, vaðlaheiðin blasir við og Eyjafjörðurinn í allri sinni dýrð. Öll líkamsræktar- og upphitunartæki eru af nýjustu gerð frá Life Fitness og góður teyjusalur er á efri hæð hússins.

Þolfimitímar eru alla daga, tímar fyrir vinnu/skóla, morguntímar, hádegistímar og mikið úrval tíma alla seinniparta ásamt flottum tímum um helgar.  Reglulega er boðið upp á lokuð námskeið, námskeið fyrir konur - BETRA FORM, Karlaþrek og unglinganámskeið, foam flex námskeið, yoganámskeið o.fl. Tímataflan okkar kemur til móts við mismunandi þarfir viðskiptavina, hvort sem þú ert að leggja áherslu á liðleika, styrk, brennslu, erfiða tíma eða sitt lítið af hverju þá ættir þú að geta fundið það hjá okkur.
Mjög hefur færst í vöxt að fólk komi í einkaþjálfun. Einkaþjálfararnir okkar eru vel menntaðir og leggja mikla áherslu á vandaða og góða þjálfun.

 


Búningsklefar eru rúmgóðir. Góð snyrtiaðstaða er og skápar stórir og þæginlegir. Hægt er að kaupa lása í afgreiðslu Átaks. Í búningsklefum er vatnsgufubað og góðar sturtur. Úr búningsklefum er síðan gengið upp á þak hússins til að komast í heitan pott, þar sem glæsilegt útsýni er í allar áttir.

Heiti potturinn hefur vakið mikla lukku og er mikið notaður af viðskiptavinum okkar. Gott er að hvíla lúin bein og liðka vöðvana að æfingu lokinni. Potturinn er einnig mikið notaður af hópum sem koma til æfinga og/eða í Aqua Spa, nudd og snyrtistofu okkar.

 

Átak heilsurækt við Skólastíg opnaði í Janúar 2010. Þar er boðið upp á stóran tækjasal með miklu úrvali af líkamsræktartækjum ásamt lóðum, boltum, TRX, bjöllur, Bosu og öllu því sem þarf til þess að geta æft markvisst. Tveir góðir þolfimisalir eru í Skólastíg og bjóðum við bæði upp á opna tíma og lokuð námskeið þar. Einnig bjóðum við upp á 1.flokks Cross fit aðstöðu þar sem þeir sem hafa áhuga á að taka sínar eigin Cross fit æfingar geta komið þegar hentar. Salurinn er alltaf opinn, þó með einhverjum undartekningum (upplýsingar í afgreiðslu) Í Átaki v. Skólastíg er einnig frábær hjólasalur fyrir spinning/vibe cycle tíma (sjá tímatafla)

Í Átaki við Skólastíg er einnig Dansstúdíó Alice og Stígur Sjúkraþjálfun

Góð sturtuaðstaða með aðgangi út í Sundlaug Akureyrar er í húsinu. Öll sundkort eru keypt í Sundlaug Akureyrar og til þess að komast út úr Átaki þarf einnig að eiga kort þar. ath. að opnunartími Átaks er annar en í Sundlaug Akureyrar.

   

Í afgreiðslum Átaks tekur starfsfólk vel á móti viðskiptavinum og leiðbeina eftir óskum. Í veitingasölum eru seldir ýmsir drykkir, te og kaffi ásamt skyr og próteindrykkjum. Til sölu í Átaki v. Strandgötu eru einnig All Stars fæðubótarefni,  Prótein, Kreatin, Glutamin, Prótein bars - súkkulaðistykki og margt fleira.

Aqua Spa er heilsulind af bestu gerð. 

Aqua Spa er nudd og snyrtistofa og býður upp á allar helstu nudd og snyrtimeðferðir. Í aqua Spa starfa snyrtifræðingar, ásamt heilsunuddurum, sjúkranuddurum, svæðanuddurum, heilara o.fl. Í Aqua Spa bjóðum við upp á allar helstu nuddmeðferðir sem hægt er að fá og bjóðum við einnig upp á  nálastungufræðing. Aqua Spa hefur þá sérstöðu að bjóða upp á sérmeðferð sem er innifalin í verði, heitan bakstur á axlir, fótabað og te fyrir meðferðir fyrir þau sem það vilja og hafa tíma til.
Mikið er um að hópar komi saman í Auqa Spa og eigi góða stund. Við bendum viðskiptavinum á að panta tímanlega í meðferðir
Í Aqua Spa eru seldar [Comfort Zone] vörur sem kosnar voru bestu vörur í Evrópu árið 2006, NEE förðunarvörur, Bare Minerals förðunarvörur og Sóley snyrtivörur

Andrúmsloftið í Aqua Spa er yndislega afslappað, kyrrð og friður. Starfsfólk okkar tekur vel á móti þér og dekrar við þig.

Aqua SPA var tilnefnd til WORLD Luxury spa awards 2015, en það er mikill heiður að vera útnefndur til þeirra verðlauna. 

  

  

Verið hjartanlega velkomin í Átak heilsurækt og Aqua Spa.

Átak heilsurækt v. Strandgötu
s. 461-4444
atak@atakak.is

Átak heilsurækt v. Skólastíg
s. 461-4440
atak@atakak.is

Aqua Spa
s. 461-4445
aquaspa@atakak.is

Til baka