Mynd af Helga Guðmundsdóttir
Til baka í einkaþjálfara

Helga Guðmundsdóttir

Menntun:

  • Textílhönnuður úr Listaháskóla Íslands
  • Level 1 CrossFit Þjálfun
  • Þjálfun og æfingabúðir í Kraftlyftingum hjá Dietmar Wolf, einum fremsta kraftlyftinga þjálfara heims, æfingaáætlanagerðir og hreyfiflæði. 
  • Helgarnámskeið í Ólympískum lyftingum og kennslufræði. 

Sérhæfing: 
Styrktarþjálfun og úthaldsþjálfun. Ég hef mikla reynslu af fólki sem er að koma sér af stað eftir kyrrsetu. Vinn með þeim markmiðaáætlun og passa upp á alla hreyfigetu. Legg áherslu á að æfingar séu framkvæmdar rétt og fer vel yfir tilganginn með æfingaplönunum. Hef hjálpað fólki sem vill styrkjast, léttast, auka úthald eða hreinlega að komast í alhliða betra form. Hef þjálfað CrossFit og rekið CrossFit stöð í 10 ár og með mikla reynslu af fólki með mismunandi þarfir og væntingar og sérþekkingu á lyftingum, bæði ólympískum og kraftlyftingum.

Reynsla: 
Hef stundað líkamsrækt alla æfi. Hljóp mikið á árunum 2003-2012, heil og hálf maraþon, Laugaveginn og millivegalengdir og var á lista yfir topp 20 kvenna í öllum vegalengdum árið 2004. Byrjaði CrossFit 2010 og keppti 3x á Evrópuleikunum. Æfði Kraftlyftingar 2014-2016, varð Íslandsmeistari í opnum flokk í bæði klassískum og búnaðar kraftlyftingum. Keppti á EM og HM í opnum flokk á þessu tímabili. Átti mörg Íslandsmet í öllum lyftum og vann brons á EM í bekkpressu. Hef tekið mikið að mér einkaþjálfun síðustu 8 ár og smærri hópa með mjög góðum árangri. Hef verið með meðgöngu- og mömmutíma í Functional Fitness. Hef tekið að mér fólk sem vill komast í Lögregluskólann og hafa þau alltaf staðist inntökuprófið. Er keppnismanneskja í grunninn og tek þá ástríðu með mér í þjálfunina á öðrum. Býð einnig uppá fjarþjálfun, sniðin að þörfum hvers og eins. 

Áhugamál: Heilsurækt, fjallgöngur, ferðalög og eldamennska.

Uppáhalds matur: Lasagne

Uppáhalds tónlist: Alæta á tónlist

Guilty pleasure: Súkkulaði

www.helgafit.is