Karfan þín

WorldFit grunnnámskeið

Þjálfarar WorldFit veita fjölbreytta, einstaklingsbundna og góða þjálfun. Þeir telja mikilvægt að iðkendur finni fyrir öryggi í tímum og hafi þekkingu til að framkvæma æfingar á réttan hátt. Af þeirri ástæðu er boðið upp á upprifjunar- og grunnnámskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að æfa í Worldfit.

WorldFit grunnnámskeið

WorldFit upprifjunar- og grunnnámskeið

Þjálfarar WorldFit veita fjölbreytta, einstaklingsbundna og góða þjálfun. Þeir telja mikilvægt að iðkendur finni fyrir öryggi í tímum og hafi þekkingu til að framkvæma æfingar á réttan hátt. Af þeirri ástæðu er boðið upp á upprifjunar- og grunnnámskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að æfa í Worldfit.

Mikil áhersla er lögð á grunnhreyfingar og rétta líkamsbeitingu. Farið er yfir út á hvað WorldFit gengur, tæknilegu atriðin í æfingum með eigin líkamsþyngd, undirstöðuatriðin í Ólympískum lyftingum og margt fleira. 

Námskeiðið er þrír tímar, 90 mínútur hver.

Grunnnámskeiðin eru kennd á öllum staðsetningum. Það hvar þú tekur grunninn er óháð því hvar þú hyggst mæta í WorldFit; meðlimir fá alltaf aðgang að öllum staðsetningum og tímum WF.

Nánari upplýsingar: worldfit@worldclass.is

Kaupa grunnnámskeið + 1 WorldFit mánuð

"Markmið okkar í WorldFit er að mynda samfélag…

- ...þar sem góður og hvetjandi andi ríkir.
- ...þar sem fólk nýtur þess að mæta á æfingar og hefur metnað fyrir því að hreyfa sig rétt og vel.
- ...þar sem við stefnum að stöðugum framförum.
- ...þar sem okkar helsti hvati fyrir æfingum og góðu mataræði er heilbrigður lífsstíll og allir þeir kostir sem honum fylgja"

WorldFit tímatafla

WorldFit tímatafla

Meðlimir WorldFit fá aðgang að æfinga- og skráningakerfinu Wodify.

7 WOD í viku.
Tímasetningar sem hægt er að velja úr:

Kringlan, Reykjavík:
Mán: 06:00 / 07:00 / 08:30 / 11:00 / 12:00 / 15:30 / 16:30 / 17:30 / 18:30 / 19:30
Þri: 06:00 / 07:00 / 08:30 / 11:00 / 12:00 / 16:30 / 17:30 / 18:30
Mið: 06:00 / 07:00 / 08:30 / 11:00 / 12:00 / 16:30 / 17:30 / 18:30
Fim: 06:00 / 07:00 / 08:30 / 11:00 / 12:00 / 16:30 / 17:30 / 18:30
Fös: 06:00 / 07:00 / 08:30 / 11:00 / 12:00 / 15:30 / 16:30 / 17:30 / 18:30
Lau: 09:00 / 10:00 / 11:00 / 12:00

Tjarnarvellir, Hafnarfirði:
Mán: 06:00 / 08:30 / 12:00 / 16:30 / 17:30 / 18:30
Þri: 06:00 / 08:30 / 12:00 / 16:30 / 17:30 / 18:30
Mið: 06:00 / 08:30 / 12:00 / 16:30 / 17:30 / 18:30
Fim: 06:00 / 08:30 / 12:00 / 16:30 / 17:30 / 18:30
Fös: 06:00 / 08:30 / 12:00 / 16:30 / 17:30 / 18:30
Lau: 09:00 / 10:00 / 11:00
Sun: 10:00 / 11:00

Skólastígur, Akureyri:
Mán:  06:00 / 12:00 / 17:30
Þri:  06:00 / 12:00 / 17:30
Mið: 06:00 / 12:00 / 17:30
Fim:  06:00 / 12:00 / 17:30
Fös: 06:00 / 12:00 / 17:30
Lau:  09:30

Meðlimir WorldFit fá aðgang að æfinga- og skráningakerfinu Wodify.

WorldFit Verðskrá

WorldFit verðskrá

WorldFit áskrift (aðeins selt í afgreiðslum Worldclass)*:
- kr. 7.100 á mánuði (binditími er tveir mánuðir) 

WorldFit áskrift með World Class korti:
- kr. 14.970

Stakur mánuður í WorldFit*:
- kr. 13.390

WorldFit mánuður með World Class korti:
- kr. 26.540 

Eitt ár í WorldFit*:
- kr. 58.690

Árskort í WorldFit með World Class korti:
- kr. 150.680
 

Vikukort (drop in)**
- kr. 8.190 
** Þarf að hafa lokið WF grunnnámskeiði eða sambærilegu námskeiði. Vikukort veitir aðgang í WorldFit tíma ásamt World Class korti.

Grunnnámskeið + einn WorldFit mánuður: - kr. 23.900* 

*Vinsamlegast athugið að meðlimir WorldFit skulu eiga kort í World Class.

Innifalið í WorldFit + heilsuræktarkorti World Class

Innifalið í WorldFit + heilsuræktarkorti World Class

Lokaðir WorldFit hóptímar 6x í viku.

Öllum kortum fylgir aðgangur að 16 stöðvum World Class, ásamt aðgangi að Laugardalslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Lágafellslaug, Sundhöll Selfoss, Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, sundlauginni á Hellu og sundlaug Akureyrar.

Aðgangur að sólarhringsopnun 24/7 í Kringlunni er innifalinn. Einnig er mikið úrval af fjölbreyttum opnum hóptímum í tímatöflu.

Hægt er að bóka tíma í tækjakennslu. Bóka þarf tíma á www.worldclass.is/timatafla.
Athugið að aðgangur í heilsurækt miðast við 13 ára aldur.


KORTHAFAR Í HEILSURÆKT með mánaðarkort eða meira, fá tvo vinamiða í heilsuræktina í hverjum mánuði. Einnig er innifalið í heilsuræktarkortum 10% afsláttur af vörum og þjónustu hjá Laugar Spa snyrti- og nuddstofu (gjafabréf eru undanskilin, afsláttur gildir ekki í vefverslun). Korthafar í heilsurækt geta keypt stakan dag í Betri stofuna á kr. 4.830.-

*Smáa letrið

ÓTÍMABUNDINN SAMNINGUR: Binditími er 2 mánuðir.
Greiddur er einn mánuður og í framhaldinu gerir viðskiptavinur samning með 2 mánaða bindingu.

Einn mánuður er fyrirframgreiddur, því oftast um tvær greiðslur að ræða fyrsta mánuðinn. Síðasti mánuður áskriftarinnar er ekki rukkaður.

Fyrsta greiðslan er gerð á kaupdegi og er staðgreiðsla. Eftirfarandi greiðslur í áskrift greiðist í byrjun hvers mánaðar óháð kaupdegi. Tímabilið miðast við kaupdag hvers viðskiptavinar. Áskriftin heldur áfram þar til uppsögn berst á mínum síðum, óháð mætingu. Uppsagnafrestur er tveir mánuðir og miðast við næstu mánaðarmót frá uppsögn.

Áskriftargjaldið er innheimt í byrjun hvers mánaðar með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða af bankareikningi. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu, þar til uppsögn er lögð inn með viðeigandi uppsagnarákvæði.

Takist skuldfærslan fyrir mánaðargjaldinu ekki um mánaðarmót, berst bréf til viðskiptavinar til áminningar. Áskriftin er engu að síður virk þar til sagt er upp. Ef þrír mánuðir eru ógreiddir lokast aðgangurinn ásamt því að send er önnur tilkynningu til viðskiptarvinar. Skuldfærsla fyrir fullu mánaðargjaldi er reynd aftur reglulega en ekki er opnað á aðgang aftur fyrr en skuldfærsla tekst. 

World Class áskilur sér rétt til verðbreytinga. Áskriftargjald samninga getur hækkað einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun. Hækki World Class gjaldið umfram það getur áskrifandi sagt upp áskriftinni fyrirvaralaust.

Áskriftargjald ótímabundinna samninga má hækka einu sinni á ári um sem nemur hækkun á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar frá síðustu hækkun.

Kaupa kort í WorldFit

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar