Karfan þín

Kort og Áskriftir

WorldFit

WorldFit er fyrir alla þar sem erfiðleikastig æfinga er aðlagað hverjum og einum. Þannig getur afreksíþróttafólk og byrjendur æft hlið við hlið af sömu ákefð. WorldFit æfingar fara fram í WorldFit Kringlunni, WorldFit í World Class Tjarnarvöllum, WorldFit í World Class Vatnsmýri og WorldFit í World Class á Skólastíg, Akureyri. Meðlimir hafa að auki aðgang að open gym WorldFit sal í World Class Laugum.

Í WorldFit öðlast þú aukið alhliða hreysti með fjölbreyttum æfingum allt árið um kring. Æfingarnar samanstanda meðal annars af kraflyftingum, þolþjálfun, ólympískum lyftum og fimleikahreyfingum.

WorldFit kort veitir aðgang að öllum opnum tímum WorldFit og einnig World Class MMA (Ath. Grunnur nauðsynlegur fyrir suma tíma)


Vinsamlegast athugið eftirfarandi skilyrði:

Kaupa kort
 

World Fit Mömmur

WF Mömmur eru tímar fyrir nýbakaðar mæður og börnin þeirra sem vilja koma sér af stað eftir barnsburð undir faglegri handleiðslu þjálfara og verðandi mæður sem hafa fulla hreyfigetu á meðgöngunni. Tímarnir eru hannaðir til að bæta styrk og úthald, auka hreyfigetu og bæta almenna líðan. Það er tekið hressilega á því með styrktaræfingum og úthaldslotum. Þjálfari hefur Pre/Postnatal Fitness Specialist og Core Confidence Specialist réttindi og nokkurra ára reynslu af CF þjálfun.

Vinsamlegast athugið eftirfarandi skilyrði: Meðlimir WorldFit Mömmur þurfa að eiga kort í World Class. Ekki þarf að hafa lokið grunnnámskeiði til að vera í WorldFit Mömmur

Kringlan 
Mán: 10:00 / 11:00
Mið: 10:00 / 11:00
Fös: 10:00 / 11:00

Tjarnarvellir
Þri:  10:00
Fim: 10:00
Fös: 13:00

Kaupa kort
 

WorldFit Unglingar

WorldFit Unglingar er þjálfun fyrir 8.-10. bekk sem býður upp á fjölbreyttar æfingar til að bæta almennt hreysti. Áherslur eru lagðar á ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, fimleika og þolæfingar ásamt fleiru. Tímarnir fara fram í Kringlunni og Tjarnarvöllum.
 
Markmið WorldFit Unglinga er að fá að blómstra sem einstaklingur, bæta sig í alhliða hreysti og á sama tíma byggja upp sjálfstraust til að taka með sér út í lífið. Allir unglingar geta byrjað í WorldFit Unglingar því hver æfing er aðlöguð að getu einstaklingsins.
 
„Að geta ekki” er ekki ástæða til að skrá sig ekki, heldur frábær ástæða til þess að skrá sig!

1. Til að gerast WF Unglingar meðlimur skal ljúka grunnnámskeiði WF Unglingar

2. Meðlimir WF Unglingar þurfa ekki að eiga kort í World Class

Sjá næsta grunnnámskeiðKaupa Kort

Frístundastyrkur

Frístundastyrkir Til að nýta frístundastyrkinn þarf kort að vera í 3 mánuði eða lengra tímabil (samningurinn er bundinn í lágmark 3 mánuði). Hafnarfjörður – versla þarf kort í afgreiðslunni og fá kvittun, fara inná mínar síður á Hafnarfjordur.is í umsóknir og sækja um frístundastyrk. Önnur bæjarfélög greiða hér

 

World Fit Krakkar

Námskeið fyrir 5.-7. bekk sem býður upp á fjölbreyttar æfingar til að bæta almennt hreysti.

Áherslur eru lagðar á ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, fimleika og þolæfingar ásamt fleiru.

Markmið WorldFit krakka er að fá að blómstra sem einstaklingur, bæta sig í alhliða hreysti og á sama tíma byggja upp sjálfstraust til að taka með sér út í lífið.

Allir krakkar geta byrjað í WorldFit krakkar því hver æfing er aðlöguð að getu einstaklingsins.

„Að geta ekki” er ekki ástæða til að skrá sig ekki, heldur frábær ástæða til þess að skrá sig!

Hafið samband fyrir upplýsingar um laus pláss á námskeiðum í gangi.

Frístundastyrkir:
Hægt er að greiða fyrir 12 vikna WorldFit krakkar námskeið með frístundastyrk bæjarfélaganna hér

Sjá næsta námskeið

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar