WorldFit Mömmur
WF Mömmur eru tímar fyrir nýbakaðar mæður og börnin þeirra sem vilja koma sér fljótt í form eftir barnsburð og verðandi mæður sem hafa fulla hreyfigetu á meðgöngunni.
Tímarnir eru hannaðir til að bæta styrk og úthald, auka hreyfigetu og bæta almenna líðan. Það er tekið hressilega á því með styrktaræfingum og úthaldslotum. Þjálfari hefur Pre/Postnatal Fitness Specialist og Core Confidence Specialist réttindi og nokkurra ára reynslu af CF þjálfun.