Karfan þín

Betri stofan - Aðgangur fyrir einn

Betri stofan - Aðgangur fyrir einn

Sjö misheitar blaut- og þurrgufur auk einnar infra rauðrar gufu, heitur og kaldur pottur ásamt hvíldarherbergis.
Verð 6.200 kr.

Í Betri stofunni eru sjö misheitar blaut- og þurrgufur auk einnar infra rauðrar gufu sem hver hefur sinn einstaka ilm. Einnig er þar að finna nuddpott, kaldan pott, sérstakar fótlaugar og hvíldarherbergi með legubekkjum og arineldi. Í glæsilegri veitingastofu geta gestir gætt sér á úrvalsréttum af matseðli Laugar Café.

 

Í nuddpottinum sem byggður er úr graníti er hægt er að láta þreytuna líða úr sér eða hvíla þreytta fætur í þar til gerðum fótlaugum. Þeir sem vilja ferska upplifun skella sér í kaldan sjópott eða í heit og köld víxlböð í sérútbúnum klefum, eða baða sig í 6 metra breiðum fossi lystilega hönnuðum af Sigurði Guðmundssyni listamanni. Listilegt handbragð Sigurðar er einstakt og einkennist af handbragði meistara sem á sér engan líkan.

 

Hvíldarherbergi Betri stofunnar er draumi líkast þar sem íslenskt landslag prýðir veggina ásamt kínversku graníti og listaverkum Sigurðar Guðmundssonar, að ógleymdum arninum sem prýðir miðju stofunnar.


Í Betri stofunni er einnig fyrsta flokks veitingaaðstaða, þar sem hægt er að njóta drykkja og veitinga í einstöku umhverfi.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar