Karfan þín

Næringarráðgjafar eru:

Sunna Björg Skarphéðinsdóttir
M.Sc. Lífeðlisfræði
B.Sc. Næringarfræði

Fríða Rún Þórðardóttir
MS Næringarráðgjafi
ISSA - einkaþjálfari

Það er viðurkennt að árangur í heilsurækt byggir á samspili hugar og líkama. Einnig vitum við að holl næring er mikilvæg svo líkaminn starfi eðlilega og rétt mataræði skapar að minnsta kosti helming árangurs á móti hreyfingunni.

World Class býður uppá næringarráðgjöf sem byggir á 30 mínútna viðtali og eftirfylgni eftir þörfum með matardagbók og styttri viðtölum. Einnig er hægt að koma í reglubundið eftirlit þar sem ummál og fituprósenta er mæld og árangur metinn frá mánuði til mánaðar með útreikningum á hlutfalli vöðva og fitu. Með því má sjá hvort æfingarnar séu að skila tilætluðum árangri.

Tímapantanir fara fram í afgreiðslu Lauga í síma 553 0000.


Sunna Björg býður upp á viðtöl á þriðjudögum frá kl. 16:30 - 18:00 - Verð kr. 4.500
Fríða Rún býður upp á viðtöl á miðvikudögum frá kl. 14:00 - 19:00 - Verð: kr. 3.500

 Sunna Björg Skarphéðinsdóttir er stofnandi fyrirtækisins Fjarnæring.is. Hún veitir næringarráðgjöf í World Class þar sem hún beinir einstaklingum í rétta átt þegar það kemur að mataræði.

"Sama mataræðið hentar ekki öllum, við erum mismunandi að gerð og þurfum að finna okkar meðalveg í mataræði sem hentar okkar lífsstíl, markmiðum og áhuga. Ég leiðbeini einstaklingum sem vilja finna leið til að grennast, styrkjast eða þyngjast og einnig þeim sem vilja takast á við ýmsa sjúkdóma, sem dæmi sykursýki, bólgu og gigtarsjúkdóma, háþrýsing, offitu og fleira. Einnig aðstoða ég konur á meðgöngu og mæður við brjóstagjöf í tengslum við næringu"

Mataræði skiptir gríðarlega miklu máli til þess að ná hámarksárangri samhliða líkamsrækt og við hvetjum við þig til þess að bóka tíma ef þig vantar aðstoð við að betrum bæta mataræðið þitt.

Þú getur pantað tíma  hjá Sunnu Björg í móttöku Laugum World Class og á póstfangi Fjarnæringar
fjarnaering @fjarnaering.is
Tímapantanir hjá Fríðu Rún í móttöku Laugum World Class.