Karfan þín

Almennt um World Class

World Class starfrækir heilsuræktarstöðvar á 18 stöðum: Laugum, Kringlunni, Háskólanum í Reykjavík, Vatnsmýri, Dalshrauni og Tjarnarvöllum í Hafnarfirði, Ögurhvarfi, Smáralind, Lágafellslaug í Mosfellsbæ, Sundlaug Seltjarnarness, Sundlaugin á Hellu, World Class við Sundhöll Selfoss, World Class Árbæ sem er staðsett í húsnæði Fylkishallar, íþróttahúsi Fylkis, World Class í Breiðholti sem er staðsett við Breiðholtslaug og síðast en ekki síst tvær stöðvar á Akureyri, við Skólastíg og Strandgötu.

Betri stofan í Laugum

Laugar er fyrsta flokks heilsulind að evrópskri fyrirmynd þar sem slökunar- og lækningamáttur vatnsins er í hávegum hafður. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Betri stofunni. Við bjóðum upp á misheitar blaut- og þurrgufur með mismunandi ilmi, infrared hitaklefa, nuddpott, kaldan pott og sérstakar fótlaugar. Hvíldarherbergi Betri stofunnar er draumi líkast. Eldur snarkar í arninum og  íslenskt landslag prýðir veggina. Í Betri stofunni er fyrsta flokks veitingasala þar sem hægt er að fá veitingar í afslöppuðu umhverfi. Viðskiptavinir Betri stofu hafa afnot af baðsloppi og handklæði. Athugið að það er 18 ára aldurstakmark í Betri stofuna sem og búningsklefa Betri stofunnar.

Betri stofan á Seltjarnarnesi

Á Seltjarnarnesi eru tvær þurrgufur, ein blautgufa, fótabað og afslöppunarbekkir.
Viðskiptavinir Betri stofu hafa afnot af baðsloppi og handklæði.
Athugið að það er 18 ára aldurstakmark í Betri stofuna.

Pottasvæði í Smáralind

Í stöðinni í Smáralind er pottasvæði sem samanstendur af einum heitum potti og einum köldum, blautgufu, þurrgufu og infrarauðum hitaklefa.
Pottasvæðið er innifalið í heilsuræktarkortum.

Korthafar í Betri stofu

með mánaðarkort eða meira, fá tvo vinamiða* í Betri stofuna í hverjum mánuði (18 ára aldurstakmark). Einnig er innifalið í heilsuræktarkortum 15% afsláttur af vörum og þjónustu hjá Laugar Spa snyrti- og nuddstofu (gjafabréf eru undanskilin). Ef keypt er árskort í Betri stofuna býðst maka uppfærsla á heilsuræktarkorti í Betri stofu kort á kr. 63.530.-

Korthafar í heilsurækt

með mánaðarkort eða meira, fá tvo vinamiða* í heilsuræktina í hverjum mánuði (13 ára aldurstakmark). Einnig er innifalið í heilsuræktarkortum 10% afsláttur af vörum og þjónustu hjá Laugar Spa snyrti- og nuddstofu (gjafabréf eru undanskilin). Korthafar í heilsurækt geta keypt stakan dag í Betri stofuna á kr. 4.830.-

*ATH. Þegar vinamiðar eru nýttir þurfa korthafar að mæta með vini í næstu afgreiðslu. Vinamiðar fylgja ekki með 15 skipta kortum. Ekki er hægt að nota vinamiða í Árbæjarlaug.

Frístundastyrkur

World Class er aðili að Frístundakorti í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Hægt er að nýta styrkinn í Unglingarhreysti og dansnámskeið. Sum bæjarfélög styrkja einnig kaup á líkamsræktarkortum. Kynntu þér skilmálana í þínu bæjarfélagi.

Tækja- og æfingakennsla

Þjálfarar í tækjasal gefa ráðleggingar um hvaða tímar í tímatöflu geta hentað hverjum og einum. Einnig gefa þeir upplýsingar um námskeið sem World Class stendur fyrir. 

Á öllum stöðvum World Class starfa þjálfarar sem eru boðnir og búnir að aðstoða viðskiptavini með allt sem viðkemur heilsu og lífsstíl. Við erum stolt af því að þjálfarar okkar eru vel menntaðir og með mikla reynslu í heilsurækt. Þjónusta þjálfara er viðskiptavinum að kostnaðarlausu nema annað sé tekið fram. Hægt er að fá tíma í tækjakennslu við kaup korts. Skráning fer fram í gegnum tímatöflu.

Aðgangur að sundlaugum

Korthafar fá aðgang að Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Laugardalslaug, Lágafellslaug, Sundlaug Seltjarnarness, Sundlaug Hellu, Sundhöll Selfoss og Sundlaug Akureyrar þeim að kostnaðarlausu.

Aðgangur í Sundlaug Akureyrar er í gegnum búningsklefa World Class á Skólastíg og gildir aðgangurinn því einungis þegar opið er í World Class (og í lauginni). 

Ekki er hægt að nota vinamiða í Árbæjarlaug.

ATH! Greiða þarf fyrir sunderðir barna 6 ára og eldri í afgreiðslu World Class þegar korthafar taka þau með í sund. Einnig þurfa börn að nota almenna búningsklefa, þ.e. ekki Betri stofu klefa.

Barnagæsla

World Class býður upp á barnagæslu á eftirtöldum stöðum: Breiðholti, Laugum og Tjarnarvöllum. Stakur tími kostar 300 kr. en hægt er að kaupa 15 eða 30 skipta kort á betri kjörum.

Opnunartími og nánari upplýsingar um barnagæslu

Námskeið

Í World Class eru reglulega haldin fjölbreytt námskeið. Við leggjum mikið upp úr því að hafa eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Námskeiðum fylgir aðgangur að öllum 17 stöðvum World Class, 8 sundlaugum og öllum opnum hóptímum. Á námskeiðum er mikið aðhald þar sem fylgst er með mætingum og senda kennarar reglulega tölvupósta með hvatningu og heilsuráðum. Á vissum námskeiðum er vigtun og ástandsmæling í upphafi og við lok námskeiðs. Einnig geta allir þeir sem eru á námskeiðum pantað tíma hjá þjálfara í sal og kennslu á tækin sem kemur þeim af stað í tækjasal samhliða námskeiði.

Skoða námskeið

Opnir tímar

Við bjóðum upp á mikið úrval af skemmtilegum tímum fyrir fólk á öllum aldri. Opnir tímar standa korthöfum til boða þeim að kostnaðarlausu. Sem dæmi um opna tíma má nefna: Spinning, Hot Yoga, Kviður og bak, Zumba, Tabata, Buttlift, Pilates, Yoga, vaxtarmótun og fleiri fjölbreytta tíma. Áhugi og þarfir fólks eru mismunandi og við bjóðum upp á fjölbreytta tíma svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Skoða opna tíma

Skráning á Mínar síður

Til að geta skráð sig í tíma þarf korthafi að stofna aðgang inn á MÍNAR SÍÐUR inni á: www.worldclass.is/nyskraning.

Mínar síður - Skráning í tíma

Bókun í tíma hefst kl. 22:00 8 dögum áður en að tími er á dagskrá. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann ellegar á viðkomandi á hættu að lenda í skammarkróknum. Notendur geta einnig hringt og afbókað sig allt að 10 mínútum fyrir tímann.

Á MÍNAR SÍÐUR getur notandi fylgst með mætingu 5 mánuði aftur í tímann, tímaskráningu, skráningu á námskeið sem og hvenær kort viðkomandi rennur út. Notandi getur séð alla tíma sem hann ert skráður í undir MÍN TÍMATAFLA. Einnig er hægt að breyta tölvupóstfangi, heimilisfangi og síma undir BREYTA UPPLÝSINGUM.

Skráning í hóptíma

MIKIL AÐSÓKN er í hóptíma World Class og stundum komast færri að en vilja. Þess vegna er nauðsynlegt að bóka sig fyrirfram í alla hóptíma. Ef ekki er mætt í bókaðan tíma á viðkomandi á hættu að lenda í SKAMMARKRÓKNUM. Það þýðir að viðkomandi getur ekki bókað sig í tíma næstu átta daga.
AFBÓKA þarf tíma á vefnum að minnsta kosti 60 mínútum áður en tíminn á að hefjast.

Ef viðkomandi er ekki mættur 5 mínútum áður en tíminn hefst á hann á hættu að missa plássið sitt og lenda í skammarkróknum. Laus pláss eru gefnir 5 mínútum áður en að tími hefst.

Biðlistinn

Boðið er upp á þann valkost að skrá sig á biðlista þegar tími er fullur. Þegar þú skráir þig á biðlistann birtist gulur gluggi þar sem þú getur skráð þig af biðlistanum. Hægt er að komast inn í tíma af biðlista allt að klukkutíma fyrir tímann. ATH. Biðlistinn á einungis við þegar korthafar skrá sig í tíma á vefnum. Hann gildir ekki í afgreiðslu. Ef viðkomandi kemst ekki inn í tíma af biðlista er alltaf hægt að koma í afgreiðslu 5 mínútum fyrir tíma og biðja um laust pláss. 
 
Ef röðin kemur að þér og þú kemst inn færðu tilkynningu um það í tölvupósti. Ef tölvupósturinn berst ekki ráðleggjum við þér að athuga hvort hann hafi lent í ruslpósti eða hvort þú sért örugglega með rétt netfang skráð á Mínar síður. 
 
Ef þú kemst ekki í tímann er mikilvægt að skrá sig úr tímanum á vefnum með a.m.k. klukkutíma fyrirvara svo við getum hleypt öðrum að (og svo þú sleppir við skammarkrókinn). Ef það er ekki möguleiki þá er einnig hægt að hringja í afgreiðsluna og afbóka tímann með allt að 5 mínútna fyrirvara. 
 
Varðandi tíma sem byrja snemma morguns er mikilvægt að fylgjast vel með því hvort tilkynning berist með tölvupósti. Tilkynningin kemur um leið og þú kemst inn í tímann - sem gæti gerst um miðja nótt. Ef þú hefur ekki í hyggju að vakna um morgunin til að athuga hvort þú hafir komist inn í morguntímann er betra fyrir þig að skrá þig af biðlistanum áður en þú ferð að sofa. Þannig forðast þú að lenda í skammarkróknum.

Dansstúdíó World Class

 Markmið okkar er að bjóða upp á vandaða danskennslu fyrir fólk á öllum aldri. Við leggjum mikið upp úr því að nemendur dansskólans kynnist fleiri en einni hlið af dansinum. Þess vegna læra nemendur fleiri en einn stíl á hverri önn. Einnig er lögð mikil áhersla á túlkun, leikræna tjáningu og framkomu. Kennarar DWC eru þaulreyndir þjálfarar, dansarar og danshöfundar með áralanga reynslu að baki í framkomu. Hægt er að nýta frístundastyrkinn við skráningu í dansstúdíóið.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar