Karfan þín

TURBO Tabata er lotuþjálfun/intervalþjálfun sem hefur farið sigurför um heiminn. TURBO Tabata er erfiðari hóptími en hefðbundinn Tabata. Kraftmikill tími með fjölbreyttum æfingum fyrir allan líkamann; brennslu, úthaldi og vöðvastyrk. TURBO Tabata er erfiður hóptími fyrir vana og unnið er í lengri lotum. Engin pása er á milli lota. Tímarnir byggja á því að æfing er gerð í 4 mínútna lotum þar sem unnið er í 20 sek og hvílt í 10 sek og svo koll af kolli í 4 mínútur. Unnið er með þol, styrk, kraft og góðar teygjuæfingar eru gerðar í lokin.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar