Karfan þín

Tabata er lotuþjálfun/intervalþjálfun sem hefur farið sigurför um heiminn! Viltu góða keyrslu og komast í toppform? World Class TABATA er kraftmikill tími með fjölbreyttum æfingum fyrir allan líkamann; brennslu, úthaldi og vöðvastyrk. Það nýjasta nýtt í líkamsræktargeiranum sem byggir samt á gömlum góðum gildum lotuþjálfunar! Tímarnir byggja á því að æfing er gerð í 4 mínútna lotum þar sem unnið er í 20 sek og hvílt í 10 sek og svo koll af kolli í 4 mínútur. Unnið er með þol, styrk, kraft og góðar teygjuæfingar eru gerðar í lokin. Gamla góða stöðvaþjálfunin í bland við skemmtilegar nýjungar og skorpuþjálfun. Tabata er að slá í gegn! Kennt er í 30 til 60 mínútur

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar