
Tabata er HIIT lotuþjálfun/intervalþjálfun sem hefur farið sigurför um heiminn! Viltu góða keyrslu og komast í toppform? World Class TABATA er kraftmikill tími með fjölbreyttum æfingum fyrir allan líkamann; brennslu, úthaldi og vöðvastyrk. Unnið er með þol, styrk, kraft og góðar teygjuæfingar eru gerðar í lokin. Gamla góða stöðvaþjálfunin í bland við skemmtilegar nýjungar og skorpuþjálfun. Tímarnir eru frá 30 til 60 mínútur.
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.