Karfan þín

Við viljum fá þig með okkur í Mosóskokk !

Ert þú ein/n af þeim sem ert alltaf á leiðinni að byrja á því að hlaupa reglulega. Ef svo er þá er Mosóskokk eitthvað fyrir þig. Aðstaðan okkar er í World Class í Mosfellsbæ nánar við Lækjarhlíð. Það er óhætt að segja að hér í Mosfellsbæ séu fjölbreyttar hlaupaleiðir, fjöll, dalir, mikil náttúrufegurð og ekki má gleyma félagsskapnum sem gerir hlaupin náttúrulega enn skemmtilegri.  Við hlaupum á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30 og svo á laugardögum kl.9:30. 

Á mánudögum er hlaupið frá 6 km. og upp í 11 km. allt eftir getu hvers og eins og síðan er teygt vel á. Á miðvikudögum eru sprettæfingar eða tempóhlaup og styrktar og teygjuæfingar á eftir og svo á laugardögum er farið langt og rólega en auðvitað getur hver og einn stjórnað því hversu langt hann vill fara. Við byrjum á því að hita upp og förum fyrstu metrana saman síðan skiptast leiðir eftir getu og sumir fara styttra meðan aðrir fara lengra.  Síðan hittast allir í lokinn og gera styrktar- og teygjuæfingar annað hvort inni í World Class eða úti á grasi.

"Hvert skref skiptir máli, allt telur! Sýndu þolinmæði, velgengni er langhlaup, sýndu framfarir á hverjum degi og framtíðin er þín"

 

Leiðbeinandi hópsins er Halla Karen Kristjánsdóttir og allar nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 8928880 eða á halla@bhs.is

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar