Karfan þín

Betri líðan 60+ eru námskeið fyrir 60 ára og eldri, konur og karla sem vilja stunda góða hreyfingu og styrkja sig á sál og líkama.
Tímarnir eru fjölbreyttir, styrktar- og þolþjálfun og áhersla er lögð á teygjur og slökun í lok hvers tíma. Hver og einn fer á þeim hraða sem hentar.

Tímarnir hafa verið í mörg ár og iðulega skapast yndislegur félagsskapur innan hópsins.

Velkomin með okkur í skemmtilega tíma.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar