Karfan þín

Friðrik Agni, Anna Claessen, Sigrún Kjartansdóttir, Eva Björk Valdimarsdóttir, Alla Rún Rúnarsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir og Þórunn Steindórsdóttir ætla að leiða klukkutíma danspartý kl. 17:15 þann 6. apríl til styrktar bláum apríl. Þátttökugjald er 2000 kr. sem rennur óskipt til styrktarfélags barna með einhverfu. Eftir tímann verður dregið til frábærra vinninga úr öllum keyptum miðum.

Ekki missa af æðislegri skemmtun og hreyfingu í góðum félagsskap til styrktar góðu málefni! Mætið í bláu því lífið er blátt á ólíkan hátt!

Það var troðið út að dyrum í fyrra í Laugum! Þetta verður bara GAMAN.