Á laugardaginn kemur kl. 11:30 verður allt tryllt í World Class Laugum þegar sérstakur kynningartími á Jallabina Workout verður haldinn. Jallabina er miðausturlenskt dans-fitness tími þar sem arabískir þjóðdansar og tónlist mæta samhæfðum styrktaræfingum. Þetta nýja koncept er nýfarið af stað og hefur þegar fengið frábærar viðtökur í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Dubai, Egyptalandi og nú á Íslandi. Korthafar World Class fengu þó smjörþefinn af Jallabina fyrr á árinu þegar Amina El Mallah skapandi Jallabina kom og kenndi ásamt Frikka smá prufutíma og þakið ætlaði bókstaflega að rifna af húsinu! Anna Claessen og Friðrik Agni eru fyrstu og einu kennararnir sem hafa réttindi til að kenna Jallabina á Íslandi sem gerir þessa tíma afar sérstaka fyrir World Class.

 

Jallabina Workout verður á tímatöflu World Class í haust - fylgist með!