Karfan þín

Jallabina er miðausturlenskur dans-fitness tími þar sem arabískir þjóðdansar og tónlist mæta samhæfðum styrktaræfingum. Þetta nýja koncept er nýfarið af stað og hefur þegar fengið frábærar viðtökur í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Dubai, Egyptalandi og nú á Íslandi. Kynningartíminn á Jallabina 12. ágúst var troðfullur og gaf smá smjörþef af því sem koma skal í haust! Anna Claessen og Friðrik Agni eru fyrstu og einu kennararnir sem hafa réttindi til að kenna Jallabina á Íslandi sem gerir þessa tíma afar sérstaka fyrir World Class.

 Jallabina verður í boði í World Class Kringlunni í haust á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30.
Stökktu á töfrateppið og vertu með!

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar