Karfan þín

Kennari: Ari Eyberg

Cyclothon spinning er byggt upp út frá þríþrautarhjólreiðum. Tíminn er 90 mínútna langur og er byggður upp á góðri upphitun, aðalsetti og endað á niðurhjóli. Í aðalsettinu eru teknar margar 3-5 mínútna langar lotur þar sem hjólað er á hóflegu álagi og hvíld á milli. Reynt er að líkja eftir því sem búast má við í hjólreiðum í þríþraut eða lengri hjólreiðakeppnum. Í tímunum er leiðbeint um rétta líkamsstöðu og setu á hjólinu. Loturnar reyna á ólíka en mikilvæga þætti hjólreiða eins og spretti, brekkur, kraft, tækni, úthald og hraða.

 

Vinsamlegast athugið að spinning er miðatími. 

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 7 daga fram í tímann.
  2. Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
  3. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  4. Notendur geta einnig hringt og afbókað sig allt að 10 mínútum fyrir tímann. 
  5. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  6. Hægt er að taka frá hjól með handklæði en ef viðkomandi er ekki mættur þegar tíminn er hafinn getur viðkomandi átt það á hættu að missa plássið sitt í tímanum þrátt fyrir að vera með miða.
  7. Undantekningarlaust skal þrífa hjól og svita í kring eftir tíma.
  8. Bannað að ganga inn í salinn ef kennsla er í gangi.