Karfan þín

Rólegir en krefjandi 90 mínútna tímar fyrir alla sem vilja ná fram meiri liðleika, létta á spennu og bæta öndun og súrefnisupptöku.

Yin Yoga - 50 mín
Í Yin Yoga er unnið með liðleika og líkamsstöður. Við höldum hverri teygju/stöðu í  1- 3 mín. Lærum að skynja skilaboð frá líkamanum og nota síðan huga og öndun til þess að ná fram meiri liðleika og góðri slökun í djúpvefi líkamans.

Boltanudd - 30 mín
Í boltanuddi er notast við litla bolta sem við liggjum á eða nuddum ákveðið svæði á líkamanum. Markmiðið er að losa um spennu og verki. Vinnum á bandvef, vöðvum og triggerpunktum (verkjahnútar). Nuddið hjálpar einnig til við að detoxa líkamann.

Öndun/Slökun - 10 mín
Lærum bætta öndunartækni til að auka súrefnisupptöku og farið verður yfir einfalda slökunartækni sem róar og endurnærir huga og líkama.

Tímarnir eru kenndir í volgum sal.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar