Karfan þín

Hot Yoga er ákveðin samsetning af jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal helst í 37°C. Hitinn gerir það að verkum að maður hitnar fyrr upp í líkamanum og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og kemst betur inn í stöðurnar og svo á sér líka stað mikil uppgufun og losun úrgangsefna eða detox þar sem fólk svitnar yfirleitt vel í þessum tímum.

Stöðurnar í þessu prógrami eru allar úthugsaðar sem styrktaræfingar í kringum hrygginn og tekið er á öllum vöðvaflokkum jafnt. Mikil áhersla er lögð á hrygginn og alltaf unnið út frá honum. Þetta prógram hefur ákveðinn lækningarmátt og hefur læknað hnévandamál og bakvandamál.

Heitt yoga var upprunalega þróað af Bikram sem er vel þekktur og virtur í yoga geiranum. Bikram varð einmitt fyrir slysi þegar hann var 17 ára og honum var sagt að hann ætti ekki eftir að geta gengið aftur út af slæmum hnémeiðslum en hot yoga kom honum til bjargar.

Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).

Vinsamlegast athugið að Hot Yoga er miðatími. 

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
  3. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  4. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  5. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  6. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar