Karfan þín

Hot Yoga HIIT er heitur tími sem inniheldur æðislega blöndu af Yoga og Interval æfingum. HIIT stendur fyrir High Itensity Interval Training en sú þjálfun er talin hafa góð áhrif á orkubúskap líkamans, sèrstaklega eftirbrunann sem felst í auknum efnaskiptum í allt að 48 klst. eftir átökin. Tíminn er byggður upp með mjúkri Yoga upphitun þar sem orkuflæðinu er komið af stað og liðamótin opnuð. Þá tekur við HIIT brennsla í formi Tabata þar sem æfingar eru gerðar sem reyna bæði á úthald og styrk. Tímanum lýkur loks með djúpum og endurnærandi teygjum og slökun.

Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
  3. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  4. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  5. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  6. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.
Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar