Karfan þín

Hot Yoga HIIT er heitur tími sem inniheldur æðislega blöndu af Yoga og Interval æfingum. HIIT stendur fyrir High Itensity Interval Training en sú þjálfun er talin hafa góð áhrif á orkubúskap líkamans, sèrstaklega eftirbrunann sem felst í auknum efnaskiptum í allt að 48 klst. eftir átökin. Tíminn er byggður upp með mjúkri Yoga upphitun þar sem orkuflæðinu er komið af stað og liðamótin opnuð. Þá tekur við HIIT brennsla í formi Tabata þar sem æfingar eru gerðar sem reyna bæði á úthald og styrk. Tímanum lýkur loks með djúpum og endurnærandi teygjum og slökun.

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar