Karfan þín

HOT YOGA AFRÓ er samsetning af jógastöðum sem gerðar eru í upphituðum sal helst í 37°C. Afró tónlistin er mjög kraftmikil og taktfastir tónar frá trumbuslætti og trommum af öllum gerðum gefur iðkandanum mikla örvun og hvatningu  til að halda út í erfiðum teygjum og stöðum. Hitinn gerir það að verkum að maður hitnar fyrr upp í líkamanum og verður þar af leiðandi sveigjanlegri og kemst betur inn í stöðurnar og svo á sér líka stað mikil uppgufun og losun úrgangsefna eða detox þar sem fólk svitnar yfirleitt vel í þessum tímum. Tónlistin er fjölbreytt úr smiðju ýmissa tólistarmanna á borð við Alpha Blondie, Bongotrack, Jain, Sona Jobarteh, Skip Marley og endalaust má telja fram snillinga sem spila á bongótrommur eins og dagurinn taki aldrei enda.

Þetta er tími sem hentar öllum.

Unnið er út frá grunnstöðum jógaiðukunar þar sem hver og einn hlustar á sinn líkama. Þetta á að vera skemmtileg og jákvæð upplifun og gleði gleði gleði. 

Stöðurnar í þessu prógrammi eru allar hugsaðar sem styrktaræfingar í kringum hrygginn og tekið er á öllum vöðvaflokkum.

Mæta með handklæði á dýnuna og vökva til að drekka... við ætlum að svitna!

Namaste

 

Kveðja frá kennara:
Vertu með mér í þeirri skemmtilegu ferð að sækja gleði í hjarta og sleppa aðeins fram af sér beislinu og upplifa auðmýktina sem felst i því að stíga út fyrir þægindaramman. Umfram allt viljum við gleði í hjarta og ef það vantar aðeins upp á hana þá bætum við saman á þann tank 😊

Trommusláttur í allskyns afbrigðum af takti gerir þetta svo ómótstæðilega skemmtilegt. Hot yoga Afró er litrík upplifun yrir allskonar fólk. 

Allskonar er best, ef allir væru eins væri þetta ekkert gaman.

Knús Adda

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar