Karfan þín

Rólegir en krefjandi tímar fyrir alla sem vilja ná fram meiri liðleika, létta á spennu og bæta öndun og súrefnisupptöku.

Yin Yoga
Í Yin Yoga er unnið með liðleika og líkamsstöður. Við höldum hverri teygju/stöðu í  1- 3 mín. Lærum að skynja skilaboð frá líkamanum og nota síðan huga og öndun til þess að ná fram meiri liðleika og góðri slökun í djúpvefi líkamans.

Öndun/Slökun
Lærum bætta öndunartækni til að auka súrefnisupptöku og farið verður yfir einfalda slökunartækni sem róar og endurnærir huga og líkama.

Boltanudd í sumum tímum
Í boltanuddi er notast við litla bolta sem við liggjum á eða nuddum ákveðið svæði á líkamanum. Markmiðið er að losa um spennu og verki. Vinnum á bandvef, vöðvum og triggerpunktum (verkjahnútar). Nuddið hjálpar einnig til við að detoxa líkamann.

Tímarnir eru kenndir í volgum sal.

Tíminn er kenndur í heitum hóptímasal með infrarauðum hita í lofti ásamt hita og rakatækjum.
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í infrarauðum sal og hvað infrarauður hiti getur gert fyrir okkur:

- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðrásina og umbrot (eykur þannig bruna líkamans)
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð.
- Infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúrræði.

Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).

  1. Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
  2. Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
  3. Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
  4. Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
  5. Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.

 

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar