
Frábærir tímar þar sem gerðar eru æfingar fyrir kviðvöðva og bakvöðva í heitum sal. Þetta eru tímar þar sem við vinnum með miðjuna/core-ið í líkamanum. Sterkari miðja gerir okkur sterkari fyrir allt sem við tökumst á við í okkar daglega lífi, vinnu, hreyfingu og íþróttir. Core-ið / miðjan er límið sem heldur okkur saman. Í tímunum hafa allir valkosti, krefjandi 30 mínútna prógram þar sem unnið er með viðnámsteygjur og eigin líkamsþyngd. Tíminn byggist á góðum fjölbreyttum kviðæfingum og einnig eru æfingar fyrir mjaðmir, bak og rass. Tíminn endar svo á góðum teygjum.
Tíminn er kenndur í heitum hóptímasal með infrarauðum hita í lofti ásamt hita og rakatækjum.
Hér eru nokkrir punktar um ávinning þess að stunda æfingar í infrarauðum sal og hvað infrarauður hiti getur gert fyrir okkur:
- Eykur útskilnað úrgangs / eiturefna í líkamanum
- Styrkir ónæmiskerfið
- Dregur úr vöðvaverkjum, spennu, bólguástandi, liðverkjum og óhreinni húð
- Eykur blóðrásina og umbrot (eykur þannig bruna líkamans)
- Dregur úr streitu og veitir orku
- Lækkar blóðþrýsting
- Hraðari endurheimt eftir meiðsli og æfingar með hárri ákefð.
- Infrarauður hiti styður við önnur meðferðarúrræði.
Undantekningarlaust skal hafa með sér stórt handklæði yfir dýnuna í öllum tímum í heitum sölum World Class einnig er mælt með því að þátttakendur hafi með sér dýnur (sínar eigin).
- Notendur geta bókað sig í tíma allt að 8 daga fram í tímann.
- Ef um miðatíma er að ræða þarf að gefa sig fram í afgreiðslu og fá miða minnst 5 mínútum fyrir tímann annars lendir viðkomandi í skammakróknum.
- Notendur skulu afbóka sig á vefnum minnst klukkutíma fyrir tímann.
- Notandi getur séð alla tíma sem hann er skráð(ur) í undir Mín tímatafla.
- Vinsamlegast truflið ekki eftir að kennsla hefst.
- Í sumum tilfellum er hurðum læst 5 mínútum eftir að tími hefst.