Karfan þín

WorldFit Unglingar er þjálfun fyrir 12-17 ára í World Class Kringlunni sem býður upp á fjölbreyttar æfingar til að bæta almennt hreysti.

Áherslur eru lagðar á ólympískar lyftingar, kraftlyftingar, fimleika og þolæfingar ásamt fleiru.

Þjálfari WorldFit Unglinga er Sigurður Darri Rafnsson. Hann hefur yfir þriggja ára reynslu í að þjálfa functional fitness bæði fyrir fullorðna og unglinga, er með IWF (International Weightlifting Federation) Club Coach Course Level 1 og er landliðsþjálfari unglinga í ólympískum lyftingum.

Siggi Darri hefur þjálfað afrekstarf unglinga og fylgt tveimur unglingum á heimsleikana í CrossFit (2018) og þar á meðal skilað einum í 3. sæti á leikunum (2019).

Grunnnámskeiðið er 6 tímar, 60 mínútur hver.
Sjá nánari upplýsingar með því að smella á "Veldu tímabil" flipann.

Meðlimir WorldFit Unglingar þurfa EKKI að eiga kort í World Class aukalega við WorldFit kortið. Frístundastyrk er hægt að nota fyrir kort í WF Unglingar, 3 mánuðir og lengri, nánari upplýsingar um kort: arny@worldclass.is

Það þurfa allir að ljúka grunnnámskeiði (eða hafa lokið samskonar námskeiði) til að gerast meðlimir WorldFit Unglingar.

Nánari upplýsingar: worldfit@worldclass.is

Þessi síða notar vafrakökur
Skoða nánar